Þetta segja öruglega allir hinir líka.

Ég hef séð margan hundinn dreginn niður í bæ í troppuslátt og flugeldasýningar. Þeir leggja aftur eyrun og líta í allar áttir til að leita sér undankomu leiðar.

Svo lítur maður á eigandan og þeir eru eins og börn með sýningargrip. Algörlega ómeðvitaðir um líðan þessara skinugu skepna.

Hundar heira vel og við verðum að læra að bera virðingu fyrir dýrum. Ekki láta egóið ráða ferð.

En ef mér er ekki trúað þá talið við sérfræðingana, það er nefnilega ekki örfáir mánuðir síðan ég var að tala við eina slíka. Og hvað skildi hafa verið umræðu efnið. Giskið.....

 


mbl.is Hundsar hundabannið á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í engri annarri borg er hundum meinaður aðgangur að ákveðnum götum, eða að útisamkomum.

Sumum hundum þykir ekki gaman á hátíðum, og aðrir fíla sig í botn. Eigendurnir vita það best, og enginn hefur gaman af að vera með hræddan eða illa upp alinn hund á slíkum viðburðum.

Hundabannið er algjör tímaskekkja og steingervingur, táknrænn fyrir það sveitalubba viðhorf í garð hunda sem var hér í eina tíð. Þú manst kannski hvað það var mikill skandall þegar byrjað var að selja hundamat í dósum í matvöruverslunum. Sumir náðu hreinlega ekki upp í nefið á sér og höfðu svo miklar áhyggjur af að fólk myndi kaupa þetta í misgripum og elda ofan í fjölskylduna.

Við hlægjum að þannig hysteríu í dag, alveg eins og hlegið verður að hundaumferðarbanninu í framtíðinni.

Gestur (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:01

2 identicon

Sammála Gesti hér að ofan.  Ég hef búið erlendis og mér finnst þetta hundabann bara vera tímaskekkja og rugl.  Hundar mega ferðast í lestum og strætisvögnum í helstu borgum Evrópu.  Íslendingar eru með einhverja fóbíu fyrir hundum.  Og að banna hundaeigendum að koma með góða og rólega hunda á hátíðir er algjört rugl.  Auðvitað verða að vera reglur um hundahald og sjálfsagt að einhverjar tegundir séu bannaðar en þetta jaðrar við ofstæki hvernig komið er fram við hundaeigendur á Íslandi.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:14

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Þetta lýsir einmitt fyrirlitningu hundaeigenda á reglum, bara dreifa hundaskít um alla borg svo borgararnir geti stigið í hann og borið út um allt.

Hörður Einarsson, 16.6.2011 kl. 20:17

4 identicon

Hvað segirðu Hörður, er mikið af kúk að þvælast fyrir þér í lífinu?

Það er sjálfsagt að hirða upp ef hundurinn gerir stykkin sín. Það er það sem ábyrgir hundaeigendur gera. Og ábyrgir hundaeigendur eru í meirihluta. Ég get lofað þér að enginn kemst upp með það skammarlaust að láta hund kúka innan um fjölda fólks og ekki taka upp eftir sig.

Þú bannar ekki veitingasölu í bænum á 17 júní bara af því að sumir henda umbúðunum ekki í tunnuna. Þú bannar fólki ekki að koma á bílum þó sumir leggi ólöglega. Hvernig væri að við bönnuðum bara hátíðina eins og hún leggur sig til að vera alveg viss um að enginn geri neitt af sér?

Gestur (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:28

5 identicon

Það er fullt af borgum sem takmarka aðgengi hunda. Sem dæmi eru margar götur í London, þar var svo strangt að meirri segja sumir garðar eru auglýstir Dog Free.

Hér í 101 er allt morandi í hundaskít. Og svo virðast sumir hunda eigendur gleyma því að það er til fólk sem er skíthrædd við stóra hunda.

Hannes (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:33

6 identicon

Ekki veitt ég til þess Gestur að saurgerlar berist með bréfa rusli úr sjoppum.

Þú bullar bara en svarar ekki málinu sem er að hundar eru skeppnur sem geta brugðist við á margvísan hátt þegar þeir verða stressaðir og hræddir. Því að bjóða hættuni heim?

PS: ER sjálfur með 3 hunda.

Hannes (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:35

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvað mig varðar er ég mjög glöð með þetta bann. Við erum með barn sem hefur gríðarlegt ofnæmi fyrir hundum og mér finnst fúlt að við getum aldrei farið með það niður í bæ á samkomur vegna hundamergðar þar sem hundum líður hvort eð er illa í mannfjölda. Mér finnst nær að hundar séu heima en að fólk komist með börn sín á mannamót. Sautjándi júní, ljósanótt,menningarnótt, danskir dagar allt slíkt er ekki mögulegt með barnið. Það þarf að fara með það upp í sumarbústað eða annað á meðan aðrir fara á skemmtanir og stundum er enginn friður þar heldur vegna lausagöngu hunda á sumarhúsasvæðum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.6.2011 kl. 20:37

8 identicon

Maður sér reyndar einn mann reglulega brjóta þessar reglur varðandi hundabann á þessum svæðum eins og Austurstræti og það er borgarstjórinn.

Hann er með hundinn sinn á bönnuðum svæðum á myndum í blöðunum og enginn tekur eftir því.

Ef maðurinn sem er yfir batteríinu sem setur þessar reglur fer ekki eftir þeim, því skildu þá aðrir gera það?

Valgeir Ólason (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 20:37

9 Smámynd: Hörður Einarsson

Svo mætti líka nefna þetta með Sullinn, hans hefur orðið vart þó hafi ekki hátt farið.

Þöggun? Gæti það verið? eins og fréttaflutningi í fjölmiðlun er þá er það ekki spurning.

Svar til Gests. Eflaust átt þú "hund", og ef þinn hundur kúkar þá er það vel, en, settu það í poka. það gera ekki nema ca 10% þeirra sem ég hef haft yfirsýn yfir þegar ég hef sest niður og fengið kaffi í vinnuni og horft yfir Austurstræti.

Hörður Einarsson, 16.6.2011 kl. 22:18

10 identicon

@Hannes. Ég gat ekki fundið neitt um það á Google að sumar götur í Lundúnum séu lokaðar hundum. Þá virðast hundar velkomnir í öllum konunglegu görðunum, nema þá helst að ákveðin svæði innan garðanna með viðkvæmt náttúrulíf séu sérstaklega merkt sem bannsvæði (http://www.royalparks.org.uk/dogs_park.cfm)

Ef það er of mikið af hundaskít í 101 þá er það ekki vegna þess að það skorti reglur. Bæði er ólöglegt og óeðlilegt að óhreinka umhverfið, hvort heldur með hundakúk eða rusli. Það þarf þá sennilega þrennt að koma til: hærri sektir, aukið eftirlit, og aukin götuhreinsun. (sektin er 750 pund í lundúnum)

Það er bannað að henda rusli úr bílum, en fólk gerir það samt. Enginn myndi samt halda því fram að lausnin væri að banna bíla.

Ég held að skórnir þínir þurfi að vera ansi hreinir ef að saurgerlar af einum kúk eru að breyta miklu um bakteríu- og gerlaflóruna á skósólanum. Ég vona að þú sért ekki að fikta mikið í skósólunum þínum áður en þú borðar mat með berum höndum, annars er þetta ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af.

Ég leyfi mínum hundi og ketti að sofa uppí, og væri sennilega löngu orðinn öryrki vegna heilsubrests ef dýrin bæru á sér svona hættulega gerla.

Já, hundar geta brugðist við mismunandi við aðstæðum. Besta áskriftin fyrir því að eiga vanstilltan og hvekktan hund er að búa í landi þar sem helst má ekki fara með hundinn út úr húsi. Ef hundar fá að vera hluti af samfélaginu, læra frá unga aldri að sósíaliserast og vera prúðir þá er enginn vandi. Eigandinn þekkir síðan best hundinn sinn, og ber á honum ábyrgð. Enginn hefur gaman af að fara með hundinn sinn eitthvað ef hann veit að hundinum líður þar illa.

@Adda. Ef barnið þitt er með svo kröftugt ofnæmi að það getur ekki verið undir berum himni í sömu götu og hundur þá held ég að þú sért með tilvik sem þurfi að skrifa um í læknisfræðibókmenntunum, því ég hef aldrei heyrt um annað eins. Barnið getur þá væntanlega ekki hafist við í venjulegri skólastofu ef að einn einasti krakki í bekknum á hund eða kött.

Lögin gegna ekki þeim tilgangi að vernda allt fólk fyrir öllum mögulegum óþægindum. Ég er t.d. viðkvæmur fyrir sumum sterkum ilmefnum en lít ekki svo á að mín vegna verði að banna konum að úða þessum ilmum á sig.

Gestur (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 22:22

11 identicon

Gestur, þú segir allt sem ég hefði viljað segja!

Ofnæmi fyrir gæludýrum virðist vera margfalt erfiðara vandamál á Íslandi heldur en nokkurstaðar annarstaðar í heiminum!

Í mörgum löndum í kringum okkur ferðu með hundinn þinn inná skyndibitastað, fataverslanir, strætó og margt fleirra.

Ef aðrir í strætó eru með ofnæmi, þá eru viðkomandi bara ekki í faðml´ögum við hundinn þinn!

Ef þú ert með ofsahræðslu gagnvart hundum verðuru bara að leita þér aðstoðar við því.

Ef ég er með fobiu fyrir hinu og þessu er það ekki bara bannað, ég verð þá annaðhvort að vinna á því eða forðast það!

Valgeir Ólason (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 22:49

12 Smámynd: Sigurjón

Hundeigengur! Drullið ykkur burt með ykkar hunda á þessum degi! Þið vitið ekkert um hvort aðrir í kringum ykkur hafa ofnæmi fyrir hundunum ykkar... Snáfið burt með hundana ykkar eitthvert þar sem þið og hundarnir ykkar eigið heima...

Sigurjón, 17.6.2011 kl. 03:59

13 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Gestur, það er til fólk sem hefur það mikið ofnæmi að öndunarfærin bólgna upp og geta lokast. Það er ekki hundarnir sem eru einhverstaðar í sömu götu heldur hundarnir sem koma og flaðra upp um þig og sleikja lítil börn í framan. Ég hef sjálf átt hunda og haft gaman af þeiim en þegar maður er lentur í svona kringumstæðum þá er ekki eins gaman lengur. Ég hefði sjálf aldrei trúað því hvað þetta heftir líf fólks. Þá er óhætt að segja að maður sé farinn að verða pirraður yfir að enginn fari eftir þeim reglum sem settar eru til verndar. Eitt svona tilvik getur kostað' margra daga vandamál. Og Gestur það eru tilvik þar sem hundaeign starfsmanna og annarra barna hafa orðið til þess að erfitt er að hafa barn á leikskóla. Ofnæmi er ekki afsökun heldur heilmikil óþægindi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.6.2011 kl. 08:41

14 identicon

Sammála Gesti hérna. Það er alveg magnað hvað það býr mikil histería og fóbía á íslandi gagnvart hundum. Þar sem ég á ekki hund sjálf þá var það ekki fyrr en ég fór að ferðast um Evrópu sem ég áttaði mig á hvað hundar eru útskúfaðir á Íslandi.

Málið er að hundar eru ekki bara "skepnur" (við mennirnir getum verið það líka) heldur eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir. Það þekkir enginn betur en hundeigandinn sjálfur hvernig hundurinn hagar sér í margmenni. Matthildur, þú hefur séð meira en ég. Aldrei hef ég séð skíthræddan hund dreginn inn í hóp af fólki niðri í bæ (og samt bý ég nálægt miðbænum).

Ég fer í bæinn í dag ásamt 10 ára gamalli frænku minni sem elskar hunda. Ef við sjáum Tómas og Freyju fáum við vonandi að klappa kellu

Kolbrún Valbergsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 11:41

15 identicon

@Sigurjón @Adda

Ég fæ það bara alls ekki út hvernig réttur fólks með hundaofnæmi getur verið svo ríkur að á Íslandi geti hundar ekki haft sama ferðafrelsis og í öðrum borgum.

Eða verðið þið vör við það á ferðalögum erlendis að hundar flaðri upp um ykkur við hvert fótmál? Að ofnæmissjúklingar feli sig heima?

Auðvitað eiga hundar ekki að flaðra upp um ókunnuga. Það er þeim líka kennt. Aftur, þá hefur enginn hundaeigandi gaman af að fara um bæinn með hund sem er að flaðra upp um fólk og valda því ama.

Barn sem er með mega-ofnæmi veit væntanlega að það á að gæta þess að vera í hæfilegri fjarlægð frá hundum, og þangað til barnið nær til þess þroska þá væntanlega hafa þeir vakandi auga með krakkanum. En að halda að það sé einhver lausn að setja á lög sem eiga að tryggja að sjáist ekki í hund, það er algjört overkill.

Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 12:56

16 identicon

Gestur. Það má vel vera að hundamenning erlendis sé voða flott og fín. Það breytir ekki því að á Íslandi virðist meirihluti hundaeigenda ekki nenna að hirða upp skítinn eftir þá eða ala þá mannsæmandi upp. Breyttu þessu fyrst í hópi hundaeigenda og þá er athugandi að taka upp erlendu útópíuna þína. Þangað til getið þið hundaeigendur sjálfun ykkur um kennt.

Páll (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 13:07

17 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Má ég minna á rétt dýrana okkar til að lifa frjálsu lífi. Án þess að hundrað hendur séru að káfa á þeim og trumbusláttur og flugeldar séu að hræða úr þeim lífið.

Hverskonar egosentriskir k. eru þið. Já sérstaklega þú Gestur, ertu fær um að upplifa áhyggjur móðurinnar sem ritaði hér að framan. Og hvað með þarfir hundar þíns ert fær að skilja þarfir hans. Þörf hans á frelsi hreifingu og friðsælu lífi. Ég legg til að þú eignist ekki börn strax, ekki fyrr en þú hefur þroska til að setja þau í forgang.

Ég hef búið erlendis, í tveim stórborgum. Og þegar ég kom heim var ég alltaf að finna peninga á götunni, því ég var svo vön að stíga aldrei niður fæti án þess að líta niður fyrir mig.

Aumingja gamla fólkið í Madrid, var bara orðið of gamalt til að geta beygt sig. Ég fyrirgaf auðvitað gamlingjunum, þó var svolítið pirrandi einn gamli hundur nágrannans, hann var oftast með rennandi niðurgang. Ég veit ekki hvort það var vegna elli hans, fæðu eða orma.

Ég elska flest öll dýr, og hef verið með mjög mörg. Sonur minn fer oft út að ganga með hund nágrannans og köttin okkar í bandi. Við þurfum sem foreldrar að vera ábyrg og kenna þeim að umgángast dýrin, tína uppeftir þau og ekki fara með þau á staði sem þau eiga ekki heima. Ég hef staðið börn að því að bæði siga hundum á ketti og fara með þau inn á lóðir nágranna. Þar kenni ég ekki börnunum um heldur þeim sem bera ábyrgð á þeim. Dýr eru góð í að kenna börnum tillitsemi umhyggju og samúð með þeim sem minna má sín. Við sjáum líka í fullorðnu fólki hvernig uppeldi það fékk eða fékk ekki sem börn.

Já ég er hneigsluð á fólki sem hefur ekki samúð með börnum sem þjást af sjúkdómum. Hvort sem það er ofnæmi eða annað.

Svo bið ég forlást á stafsetningunni en ritvinnslu-púkinn minn liggur niðri núna.

Gleðilega þjóðhátið og verið góð við hvort annað.

Matthildur Jóhannsdóttir, 17.6.2011 kl. 14:28

18 identicon

Kjaftæði... Þessi regla mun ekkert stoppa mig og mína fjölskyldu (og hundurinn okkar er hluti af þeirri fjölskyldu.)

CrazyGuy (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 14:46

19 identicon

Þetta er bara enn eitt dæmið um hvað íslendingar eru að verða hrikalega sjálfhverfir og hræðilega leiðinlegir. Allt á að banna. Sérstaklega hunda og ketti, af því að það er svo voða voða vont fyrir hina að það séu dýr í borgum.

Mig grunar að flestir þeir sem kvarta yfir hunda- og kattahaldi í borginni hafi nokkurn tíman lent í vandræðum yfir dýrahaldi. Þá í mesta lagi séð einn og einn kúk einhversstaðar. Ég hef fulla samúð fyrir þeim sem eru með ofnæmi fyrir dýrum, en enga fyrir leiðindapésum sem vilja láta banna allt sem þeim finnst ekki skemmtilegt.

Rúnar G (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 23:42

20 Smámynd: Sigurjón

Jæja Rúnar. Leiðindapésar hafa aldrei séð eða fundið fyrir hárum af hundum. Þú ert meira fíflið og rugludallurinn. Ég hef t.d. séð hundeiganda látið hundinn kúka í garðinn í næsta húsi.  Grunar að það sért maður eins og þú...

Sigurjón, 19.6.2011 kl. 06:19

21 identicon

Takk fyrir hlý orð Sigurjón. Ef ég fæ mér hund þá mun ég skýra hann eftir þér.

Annars skildi ég ekki alveg allt sem þú varst að skrifa, hefur þú séð mikið af hundahárum á ferð þinni um Reykjavík? Svo var það spurning um hundeigandann, kúkaði hundurinn í garðinn þinn eða einhvers annars, og er það þá ekki hundeigandinn sem er vandamálið en ekki hundurinn?

En haltu endilega áfram að vera heillandi og skemmtilegur persónuleiki.

kv.

Rúnar

Rúnar G (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:07

22 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Meigin innihald greinar minnar var skortur á virðingu fyrir þessum skinugu og góðu skepnum. Skortur á tilliti til þeirra.

Það sem síðan hefur verið rætt hér staðfestir það, því miður eru of margir (fólk) sem ekki getur tekið tillit hvorki til hunds nér heldur til fólks.

Eftir þessa umræðu hér sé ég enþá betur hvers vegna það þarf að setja reglur á hluti eins og að draga dýrinn á staði sem eru ekki þeim til neinnar skemmtunar. Það er bara ofar þeirra skilningi að þarfir dýrana séu ekki þær sömu og óskir þeirra sjálfs.

Oft hef ég hleigið að nákvæmum leiðbeiningum á vöru sem kemur frá USA. en núna sé ég að það þarf.

Svo næst þegar seldur er kvolpur þá þyrfti að fylgja með ýtarlegar leiðbeiningar. Eins og ekki skilja kvolpinn eftir einan í bíl í marga klukkutíma. Hundar þurfa að pissa og borða reglulega. Mikil sól getur valdið vanlíðan. Mikið áreiti ókunnugs fólks getur valdið taugaveiklun. Flugeldar eru óæskilegir nálægt hundum, því þeir heira 5 sinnum betur en þú, og þeir gegta fengið heyrnaskemdir og suð fyrir eyrun. Ekki slilja hundinn þinn eftir í bandi úti án þess að hann hafi skjól fyrir veðri. Hundinum getur orðið kallt. Annar kafli gæti hljómað. Nágrannar geta orðið fúlir, ef hundurinn nartar í börninn, hundinn eða köttinn þeirra. o.s.f.

Munum að virða dýrin okkar eins og börninn okkar, en þau verða aldrei börn og þarfir þeirra eru stundum aðrar. Þeir geta ekki talað og sagt okkur Pabbi ég er þreitt eða mamma mér líður ekki vel hér.

Ég hef séð tík sem er alveg tauga-hrúa eftir að hafa farið til manns sem ekki átti erindi með að hafa hund. Vinkona mín sem ræktar hunda tók hana til baka. Ég læt ekki börninn mín koma nálægt verslings skepnunni. Og í raun hef ég áhyggjur af að ef tíkin verður ekki búin að jafna sig fljótlega, verði að lóga henni. Vinkona mín hefur passað sig eins vel og hægt er að setja kvolpana á góð heimili. En svona fer stundum.

Hafið svo góðan dag í sólinni og njótið þess að hugsa um dýrin ykkar, á þeirra forsendum.

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.6.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband