18.10.2011 | 10:35
Bara fyrir iPhone. En minn verður fyrir Android.
Stylebook er búin að vera til í um ár, en hann hefur sína galla aðalega eru myndir smáar. Og þú sérð ekki hvernig fötinn líta út á þér, bara hvernig þau líta út á rúmminu eða annarstaðar þar sem þú ákveður að taka myndina. Myndgæði hafa fengið mismunandi dóma og þjónustusíðan þeirra líka.
Litgreiningar APP. Ég er búinn að vera með í smíðum Forrit (APP) fyrir Android kerfið. Þar sem þú tekur myndir af fötunum þínu eins og þau eru á þér og síðan getur þú látið forritið litgreina og hjálpa þér að raðasaman eftir því. þannig að þú sjáir utkomuna í stórri mynd og ert með 4 panela sem renna til hliðar með topp, neðri-helming, skóm og aukahlutum. Getur verið all sjálfvirkt.
Nú er bara að klára forritunina og markaðsetja.
Fáðu þér Stylebook í símann þinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2011 | 10:44
Köttur drepinn í beinni.
Ég hvet börninn mín til að fylgjast með fréttum, sérstaklega þegar þær eru um ísland og landsbyggðina. Þetta er partur af því að þau séu meira en bara Hafnfyrðingar.
Um daginn kom frétt frá Vestmannaeyjum og ég kallaði á krakkana: Sjáið þarna eru Lundarnir í Vestmannaeyjum. Þau mæta mátulega til að sjá heimiliskött drepinn í beinni útsendingu. Og svo kom spurninginn: Drepa Vestmannaeyingar kisur? Svo sagði dóttir mín: mig langar ekki til að fara þangað.
Svo settist hún á gólfið og klappaði kisunni sinni hughreistandi yfir þessari sjón.
Ég var sjálf það orðlaus að ég gat engu svarað. Á ferðalögum er heimiliskötturinn alltaf með og í bandi. Hún er vön því en ég held að við tökum ekki áhættu á að fara til eyja. Mér var hugsað til eiganda kattarinns sem sá líklega dýrið sitt drepið og sorgina sem börninn hanns hafa fundið.
Ég er meðfylgjandi því að hafa hunda og ketti í bandi, en það þarf að venja þá á það strax um 4 mánaða aldur og gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki hundar og þurfa að fá að ráða ferðinni 50-60%. Pössum svo börninn okkar í umferðinn og dýrinn okkar líka.
Hafið svo góðan dag og njótið þess að hafa þetta fallega land okkar til afnota.
Hasar í Heimakletti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2011 | 10:23
Taka hljóð-kútinn af.
Mikil umferð stórra mótorhjóla er við húsið mitt. Þetta eru aðalega hjól sem fara frá Keflavík í kaffi hér í Hafnarfyrði, en ég bý syðst á Strandgötu. Ég gerði óformlega könnun í sumar þegar einn hópurinn fór framhjá. Meirihluti hjólanna var búinn að fjarlægja hljóðkútinn - gagngert til að við myndum nú taka eftir því þegar þeir ættu leið um.
Auðvitað verð ég að kenna mæðrum þeirra um þetta. Sko..... þær hafa ekki veitt þessum ungu mönnum (þeir eru að vísu flestir milli 50 og 60 nú) þá athyggli sem þeir þurftu þegar þeir voru litlir strákar. Því eru þeir neiddir til þess restinna af lífinu að reina að vekja athyggli á sér með því t.d. að taka hjóðkútinn af svo fólk sjái þá. Þeir setja svo kútinn aftur á fyrir skoðun á hjólunum. Versta er að börninn mín hrökkva upp með martröð þegar þeir fara svo aftur heim eftir kaffi sopan.
Því skora ég á mæður að sinna stákunum sínum, annars eru krúttinn í vanda næstu 50 árinn.
Ps. öllu gríni slept, maðurinn minn er við að fara á límingunum út af þessu. Því hljóðbyljurnar skella á húsinu. Og við neiðumst til að setja hraðahyndrun með eða á leifis bæjaryfirvalda ef þessu fer ekki að linna.
Fjögur bifhjól af fimm í ólagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2011 | 20:41
Barn dó á Öldugötu
Hafnfyrðingar hafa ekki gleimt barninnu sem dó í umferðaslysi á Öldugötu.
Það var klassískt dæmi um að setja ekki upp hraðahindranir fyrr en eftirá.
Nú berjast íbúar við suðurenda Strandgötu fyrir að minka hraðan og fá gangstéttir við götuna. Bílastæði og hjólreiðastígur væri einning vel þeginn. Hraðahindrun hefur alfarið verið hafnað, svo líða árinn núna er 21 ár síðan málið var skráð í bækur bæjarstjórnar sem óviðunnandi.
Fólk hefur verið fært í burtu í sjúkrabíl eftir aftanákeirslur. Bílar enda inni í húsagörðum (mínum) og við fáum ekki svo mikið sem gangstétt.
Ég keirði framhjá þegar þetta gerðist í dag við lækinn. Það er meira en óþægileg reynsla þegar börn eiga í hlut. Hjartað stöðvast. Dóttir mín steig í ógáti í veg fyrr bíl fyrir mánuði síðan, bílstjórinn náði að bremsa.
Ég þorði ekki að láta strákinn minn fá hjól fyrr en hann var orðin 8 ára vegna hættunnar þar sem við búum. Fjögurþúsund manna byggð var sett við enda götunar án þess að hugsa, hugsa um hvert umferðinn færi í bæinn, í alla þjónustuna. Án þess að rannsaka og áætla hvert fólk sækir þjónustunna sem býr í hverfinnu.
Mengun kappastur og hávaði nótt sem dag, það er ekkert samanburði við óttan.
Það býr einginn úr bæjarstjórn við okkar götu, því miður.
Hafið svo góðan dag og pössum börninn okkar.
Barn varð fyrir bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2011 | 17:43
Litafræðinni er fyllgt eftir en ............
Þemað hefur líklega verið snjór og strönd og allt í lagi þar.
Litafræðinn er klasísk svo ekkert vandamál þar.
En almáttugur, fundu þeir ekki neina stóla sem voru aðeins nær veruleikanum í dag. Kanski 200 árum yngra módel.
Það er hægt að finna flotta hluti, þó þeir eigi ekki rætur að rekja til gamalla konugshalla.
Annars er ljósblái liturinn búin að vera í tísku svolítin tíma, mig hlakkar til að sjá hvaða litur verður næst.
Get ekki giskað, mjög líklega, tveggja lita samblanda. Kanski frost-lilla og silfur.
Guðdómlegt heimili Osbourne fjölskyldunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2011 | 20:07
Porn verður guðsdírkun eftir 10,000 ár.
Og ef að Geirfinnur skildi finnast þá. (Myrtur)
Þá heitir það ekki lengur morð heldur mannfórn guðunum til dírðar.
Góða sólar helgi.
Steinaldarerótík í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2011 | 20:03
Koma í veg fyrir að fjölga í starfstéttum sem mikið atvinnuleysi er í.
Tölur um atvinnuleysi sem ég hef hingað til segja mjög lítið ef hugsuninnin er að bæta ástandið.
Sumar starfstéttir hafa það mjög skítt. Dæmi: tækniteiknarar, iðnhönnuðir, innanhúsarkitektar og arkitektar. Þessar stéttir hafa það mun verra en iðnaðarmenn sem flestir fá eitthvað að gera hluta úr ári. Nema píparar þeir hafa alltaf vinnu.
Fjöldi starfandi í starfsstétt á móti þeim sem hefur vinnu í þeirri stétt. Gera opinbert hvar enga vinnu er að fá. Þar sem atvinnuleysið er meira en 90%. Er betri atvinnumöguleiki að vera smiður á landsbygðinni eða í höfuðborginni?
Að gerar þessar tölur opinberar, kemur í veg fyrir að ungt fólk læri umrætt fag þar sem einga vinnu er að fá.
Svo bið ég enn og aftur afsökunar á því að hafa lesblindu( margir kvartað yfir þessari fötlun minni).
Munum að upplýsingar er máttur.
22.6.2011 | 13:54
Matar reykningurinn minn er 90 þús,verður hann
Kæra ríkistjórn ég vona að ykkur berist þetta bréf.
Ég held mjög gott bókhald um matarkaup mín bæði í gegnum heimabanka og svo skrifa ég í bók ódýrar uppskriftir og reglulega verða af innkaupastrimli. Ég versla síðan í samræmi við hvað hlutirnir kosta, Magn/Nýting. Kaupi ekki kjöt sem búið er að dríja með kartöflum því ég geri það heima sjálf.
Ef ég tek saman allt árið líka Pizzur, Jól, skólamáltíðir, afmæli og matarboð (enginn verið síðustu 8 mánuði). Þá gerir það um 90 þúsund deilt á árið, á mánuði.
Ef að mánaðar maturinn á eftir að hækka um 10 þúsund vegna verðbólgu og önnur 20 þúsund vegna skatta hækkana þá fer han í 120 þúsund á mánuði.
Þá hef ég eftir talda valkosti:
Ég og maðurinn minn getum borðað minna. En það hverfur 1/4 af diskinum okkar allra. Svo að eitthvað fleira verður að gerast.
Við getum verið oftar með pasta í ostasósu, núðlur og hrísgrjón(meiri erlendur gjaldeyrir).
Slept að kaupa annað grænmeti en kartöblur og gúrkur(færri atvinnutækifæri innanlands).
Við getum keypt sjaldnar fisk þar sem hann er orðin lúxusvara. Í stað þess að vera með hann einu sinni í viku að hafa hann einu sinni í mánuði(við verðum ekki eins heilsuhraust og foreldrar okkar).
Hætt að kaupa brauð í bakaríi og baka allt sjálf. (minni skattur frá bakaranum í kassa ríkisjóðs)
Hætt að grilla því gasið kostar pening. (Já það er hægt að grilla súbukjöt).
Ég get hætt að fara inn til Reykjavíkur (enda er eldsneitið orðið það dýrt að ég fer bara einu sinni í viku).
Ég tek því ekki ylla ef eitthver getur hjálpað mér, og bent mér á þá hluti sem ég get hætt að gera. Eða gert.
Ég veit líka að við erum öll Nimbelistar.(yes but not in my backgarden)
Við erum sammála um að það þarf að skera niður en bara ekki í bakgarðinum mínum. Eða í þessu tilfelli ekki á diskinum mínum. :-)
Brosum svo, því við höfum alla vegna sumar og sólina.
Svo biðst ég velvirðingar á stafsetningunni.
Virðingarfyllst
M
Matarskattur til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2011 | 12:49
Það kostar okkur 40.000 í eldsneiti að fara Langanes og hringinn.
Við fjölskyldan ætluðum að fara tjaldferð, enda höfum við ekki húsbíl né tjaldvagn. Mér finnst það fáránlegt að fimmtug hafi ég ekki efni á því sem foreldrar mínir gerðu með mér 1966.
En nú er svo komið að þegar ég hef borgað sumarnámskeiðinn fyrir börninn og hjól fyrir dóttir mína að það er bara ekki mikill afgangur fyrir fjölskyldu fríið. Bíllinn okkar er 15 ára Patrol og við reynum að fara með börninn 4 sinnum á ári út úr bænum. (2 vetrarferðir). Þessar ferðir okkar eru fjölskildu sportið og það sem skapar minningar fyrir börninn til að taka með sér inn í framtíðina. Við erum ekki í golfi né fótbolta. Við hjólum og förum á fjöll. Við höfum skorið niður alstaðar. Buðum eingum í mat á Jólunum. Minkuðu og fækkuðu jólagöfum. Ég eiði að meðaltali um 90.000 í mat, á ári (jól, skólamáltíðir og pizzur meðtalið).
Við erum þegar búin að hætta við aðra sumarferðina og nú held ég að hinn verði 3 dagar og mjög stutt farið. Ég er búin að fletta upp á netinu gömlum kirkju-jörðum og öðrum stöðum þar sem maður getur tjaldað frítt.
Vissir þú að það kostaði í fyrra 1000 kr. fyrir mig að fara frá Hafnarfyrði til Reykjavíkur. Svo ég reyndi að fara ekki oftar en einu sinni í viku, í dag ætti það að vera heldur dýrara. Jú ég kann á strætó og nota hann líka.
Fyrir suma er þetta bara væl, enda er fleiri en einn raunveruleiki á Íslandi.
En þetta sem hér fer á undan segi ég ekki við vinkonur, út á við er allt glimrandi gott. Íslendingum leiðist nefnilega væl.
Alvarlegar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2011 | 11:21
Hvað getum við gert til að hjálpa?
Frændur vorir eru í neið hvað getum við gert. ?
Allar hugmyndir vel þeignar.
Stundum þarf ekki mikið til að veita flólki styrk til að halda áfram.
Smá brain - storming til að finna út hvað við getum gert.
Bræður hennar Guðrúnar ömmu fóru þarna út (kringum 1910). Þeir giftust ekki að mér vitandi en ef afi hefði ekki fengið martröð, þá hefðu þau flust út líka og mamma fæðst þar.
Býli rýmd í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |