Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.6.2011 | 19:37
Þetta segja öruglega allir hinir líka.
Ég hef séð margan hundinn dreginn niður í bæ í troppuslátt og flugeldasýningar. Þeir leggja aftur eyrun og líta í allar áttir til að leita sér undankomu leiðar.
Svo lítur maður á eigandan og þeir eru eins og börn með sýningargrip. Algörlega ómeðvitaðir um líðan þessara skinugu skepna.
Hundar heira vel og við verðum að læra að bera virðingu fyrir dýrum. Ekki láta egóið ráða ferð.
En ef mér er ekki trúað þá talið við sérfræðingana, það er nefnilega ekki örfáir mánuðir síðan ég var að tala við eina slíka. Og hvað skildi hafa verið umræðu efnið. Giskið.....
Hundsar hundabannið á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 22:31
80-90 % atvinnuleysi hjá arkitektum og hönnuðum.
Atvinuleisið flokkast meira eftir starfstéttum, en búsetu á landinu. Þessi búsetu mæling segir varla hálfa söguna í dag.
Eftir að hafa verið sjálf atvinnulaus í 2 ár í þessum mánuði, Þá þekki ég orðið allvel marga af þeim sem eru atvinnulausir í Hafnarfyrði. Staðan þar er þessi.
80% Arkitektar eru ekki með vinnu. Vinna tel ég þá sem eru í hálfri vinnu (Noregur og sólpallar meðtaldir). hinir eru atvinnulausir.
90% Iðnhönnuða eru líklega atvinulausir. Um 10 prósent með vinnu við eitthvað teingt sínu fagi, þá tel ég með hönnunarkennara. (Iðnhönnuður er oft skildgreindur frá handverksmanni með því að hann hanni vöru sem framleidd er (í verksmiðju í ) meira en 1000 stykki af á ári, og beiti hönnunarferlinu.)
Innanhúshönnuðir eru sumir að ná að skrapa saman um 20-30% vinnu.
Píparar eru allir með vinnu. Og flestir rafvirkjar virðast hafa eitthvað.
Ég hef aldrei hitt atvinulausan lögfræðing.
Smiðir eru flestir með eitthverja vinnu oft er hún 80% vinna, en það fer eftir aldri. Elstu mennirnir hafa sumir komið illa út úr málum og einnig fyrrum sölumenn í byggingarvöruverslunum.
Ungafólkið er í felum og kemur ekki í Rauðakrossinn og aðra staði. Þar ræður um að afþreiingin er mest föndur myðað við elli-lífeyrisþega.
Ég veit að það verður mjög seint eða aldrei sem við sjáum frétt með rauntölum. Sundurliðað ......Mentun=atvinnuleysi.
Atvinnuleysi mælist 7,4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2011 | 14:46
Kínverska sendiráðið.
Friðhelgi sendimann og sendiráða.
Ég man þegar stýrisprengja (USA) var send á sendiráð Kína í Bagdad.
Þá dóu tveir menn í fjarskiptaherbergi sendiráðsins. Það var gert viljandi. Ástæðan var að fá Kínverjana til að hætta að skipta sér af málum í Júgoslavíu.
Ætli þeir líti öðrum augum á málið ef það er þeirra eigin sendiráðsmaður?
Davis í raun útsendari CIA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2011 | 21:17
Er ekki til lítil ísbjarnareyja við Svalbarða.
Hvað er hægt að gera við svona fólk. Sem er haldið siðblindu á svona háustigi að ekki einu sinni saklaus börn fá grið.
Ég veit að faðir minn sálugi hefði stungið upp á að skilja kauða eftir á eiðieyju með tjald og veiðistöng.
En meira að segja það er eigilega of einfaldt fyrir þetta ómenni. Hvað með ísbjarnareyju og láta hann drepast úr hræðslu næstu árinn. Upplifa svipað og hann lét aumingja börninn ganga í gegnum.
Ekki man ég lendur hvað Plató sagði um réttlætið en mig minnir að hann hafi sagt það bara vera fyrir þá máttugu. Aumingja fólkið.
Eignaðist 8 börn með stjúpdóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2011 | 02:53
Gáfaðir foreldrar gefa börnum ekki rusl.
Þar sem gáfur eiga það til að erfast, og eins og allir vita þá gefa gáfaðir foreldrar börnum ekki ruslfæði.
Þá er þessi frétt pínulítið skrítin, eða réttara sagt skrítin vísindi.
Ruslfæði" gæti dregið úr greind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 11:45
Undirstriftalisti hér og nú.
Hér með hvet ég og þeir sem skrá sig hér fyrir neðan, Íslensk stjórnvöld til að hætta öllum hártogunum og gefa út vegabréf á barnið. Eiga börninn að greiða fyrir sindir forfeðrana ef það er sind að vilja eignast barn.
Við sendum fjölskyldunni bæði okkar hamingju óskir og samúðar kveðjur suður til Mumbai.
Ég hvet fólk til að skrá sig hér fyrir neðan. Hafið svo góðan dag.
Búa við ömurlegar aðstæður á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2010 | 10:43
Jú þetta er jarðskjálftasvæði. Tíndu vötninn.
Móðir mín ólst upp á efstabænum í Blöndudal sem fór að hluta undir lónið. Þröm hét hann.
Mamma talaði um snarpan jarðskjálfta sem ekki hefði fundist niður í byggð. Og svo nokkra litla. Þetta hefur verið á árunum 1927-1940.
Líka var það þekkt að vötn hyrfu og byrtust svo aftur nokkrum árum síðar við næsta skjálfta. Eins og tappi hefði verið tekið úr keri. Ég man þetta eingöngu vegna þess að hún talaði mikið um þetta þegar Blöndulón var í byggingu.
Þar sem litlir landkostir voru á Þröm þá var mikið sótt í vötninn til að afla matar. Og því var hún heilu og hálfu sumrinn þarna uppfrá með pabba sínum, og þekkt alla staðhætti og þjóðsögur sem síðan hafa farið í gleimsku.
Skjálftahrinu líklega ekki lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2010 | 09:40
Verum rausnaleg og bjóðum þeim 2x 3% fyrir þá sjálfa.
Þar sem Íslendingar vilja alltaf vera mjög rausnalegir við nágranna sína, þá væri vel við hæfi að bjóða Bretum tvöfalt það sem þeir bjóða Íslendingum. Eða heil 6 %.
Já og svo auðvitað meigum við ekki skilja Normenn útundan og bjóða þeim líka tvöfalt eða önnur 6%. Enda sjá menn best hvað sneiðinn er stór ef hún er á eiginn diski.
Og ég sé þá verða mjög glaða fyrir þessari greiðasemi Íslendinga.
Og sérstaklega ef talan er ekki nefnd, bara sagt tvöfallt það sem þið buðuð Íslendinum síðast.
Svo halda Íslendingar í það sama gamla 17% og mæla með að Færeyingar, frændur og góðir vinir fái mismuninn sem eftir er. ha...ha..ha.
Gerir það þá ekki 71%, en það getur verið að ég sé að gleima eitthverjum eins og Dönum, enda ekki sérfræðingur í Makríl. Á þó nokkra frostna í kistunni.
Munum góðir nágrannar eru gulli betri, alla vegna gull þegar kemur að fiskinum.
Hafið ljúfa og góða helgi.
M
Skotar lýsa vonbrigðum með makrílfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2010 | 22:49
PLO hefði haft meira sprengjuefni.
Þannig að þetta hlítur að vera MOSSAT. Enda er gæjinn óþekkjanlegur.
Hvaða DNA skildi hann hafa. Arabískt, Ameríkst eða Giðinglegt. Þeir ættu að geta fundið út úr því á tveim vikum. Ef honum hefur þá ekki verið kálað.
Sprengjumaður óþekktur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2010 | 10:52
Fisher og Spaski
Margir halda því framm að Fisher hafi unnið Spaski á þessari sömu brellu og Sjálfstæðisflokkurinn er að beita hér.
Spaski kom alltaf á réttum tíma var kurteis og brosti. Svona herra maður.
Fisher kom alltaf of seint og var kuldalegur og með töffaragang. Og viti menn það virkaði.
Hægt og rólega var allt farið að snúast um hann. Að taka andstæðinginn á taugum er ekki nein ný fræði. En það sem er kannski nýtt fyrir mér er að ég vissi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn væri í stríði. Ég fékk nóg og sagði mig úr flokknum fyrir ári síðan. Fékk nóg af einka vina væðingu. En samt fyrir kostningar er ég alltaf að fá hringingar. Skilja þeir ekki að mér er að verða óglatt á þessu. Peningum sem lenda óvart í bauknum hjá atvinnu stjórnmálamönnum. Hroka gikkum sem hafa olbogað sig upp raðir stjórnmála flokkana. Ef ég væri ekki kona og vissi hvað konur þurftu að fara í gegnum til að fá kostningarrétt, þá myndi ég aldrei kjósa aftur. En það er kanski markmiðið að ganga svo fram af fólki að það hætti að kjósa.
Ég er meðlimur í Íbúasamtök strandgata suður í Hafnarfyrði og er að upplifa hvernig hægt er að valta yfir íbúa. Allt svo að verktakar fái það sem þeir vilja.
Við fáum ekki gangstétt fyrir hjólreiðamenn og gangandi, ekki bílastæði, enginn skilti til að minka hraðan ekkert. Börn eru í hættu vegna hraðaaksturs og fjögur þúsund manna byggð er sett við endan á götunni okkar án þess að umferðamannvirki séu bætt. Okkur vantar Jón Gnarr ég er viss um að hann myndi setja lög til að venda íbúa fyrir mætti verktakanna. Jón þegar þú ert búinn að taka til í "vina hópnum" í Reykjavík og komin með meiri reinslu þá máttu koma hingað í Hafnarfjörð.
Mumun svo að orðið reinsla er dregið af orðinu raunir.
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)