Jú þetta er jarðskjálftasvæði. Tíndu vötninn.

Móðir mín ólst upp á efstabænum í Blöndudal sem fór að hluta undir lónið. Þröm hét hann.

Mamma talaði um snarpan jarðskjálfta sem ekki hefði fundist niður í byggð. Og svo nokkra litla. Þetta hefur verið á árunum 1927-1940.

Líka var það þekkt að vötn hyrfu og byrtust svo aftur nokkrum árum síðar við næsta skjálfta. Eins og tappi hefði verið tekið úr keri. Ég man þetta eingöngu vegna þess að hún talaði mikið um þetta þegar Blöndulón var í byggingu.

Þar sem litlir landkostir voru á Þröm þá var mikið sótt í vötninn til að afla matar. Og því var hún heilu og hálfu sumrinn þarna uppfrá með pabba sínum, og þekkt alla staðhætti og þjóðsögur sem síðan hafa farið í gleimsku.


mbl.is Skjálftahrinu líklega ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Svona sögur mega ekki týnast.

GK, 29.10.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Jónas Jónasson

frábær saga!

Jónas Jónasson, 29.10.2010 kl. 11:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var gott innlegg og þarft í þessar vangaveltur. Við höfum farið allt of gáleysislega við stórar virkjunarframkvæmdir hér á Íslandi. Þetta land okkar er barnungt í jarðsögulegu tilliti og auk þess erum við á flekamörkunum þar sem austrið og vestið takast á þegar þeim býður svo við að horfa.

Árni Gunnarsson, 29.10.2010 kl. 12:21

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 29.10.2010 kl. 20:15

5 identicon

Sammála GK.

Mæli eindregið með að þú sendir þessa sögu ( og aðrar ) til réttra aðila. Jarðvísindadeild H'I - Jarðskjálftadeild Veðurstofunnar og Landsvirkjunnar, og til allra þeirra sem um svona mál fjalla.

Heiðrún Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband