80-90 % atvinnuleysi hjá arkitektum og hönnuðum.

Atvinuleisið flokkast meira eftir starfstéttum, en búsetu á landinu. Þessi búsetu mæling segir varla hálfa söguna í dag. 

Eftir að hafa verið sjálf atvinnulaus í 2 ár í þessum mánuði, Þá þekki ég orðið allvel marga af þeim sem eru atvinnulausir í Hafnarfyrði. Staðan þar er þessi.

80% Arkitektar eru ekki með vinnu. Vinna tel ég þá sem eru í hálfri vinnu (Noregur og sólpallar meðtaldir). hinir eru atvinnulausir.

90% Iðnhönnuða eru líklega atvinulausir. Um 10 prósent með vinnu við eitthvað teingt sínu fagi, þá tel ég með hönnunarkennara. (Iðnhönnuður er oft skildgreindur frá handverksmanni með því að hann hanni vöru sem framleidd er (í verksmiðju í ) meira en 1000 stykki af á ári, og beiti hönnunarferlinu.) 

Innanhúshönnuðir eru sumir að ná að skrapa saman um 20-30% vinnu.

Píparar eru allir með vinnu. Og flestir rafvirkjar virðast hafa eitthvað.

Ég hef aldrei hitt atvinulausan lögfræðing.

Smiðir eru flestir með eitthverja vinnu oft er hún 80% vinna, en það fer eftir aldri. Elstu mennirnir hafa sumir komið illa út úr málum og einnig fyrrum sölumenn í byggingarvöruverslunum.

Ungafólkið er í felum og kemur ekki í Rauðakrossinn og aðra staði. Þar ræður um að afþreiingin er mest föndur myðað við elli-lífeyrisþega.

Ég veit að það verður mjög seint eða aldrei sem við sjáum frétt með rauntölum. Sundurliðað ......Mentun=atvinnuleysi.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 7,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband