Það kostar okkur 40.000 í eldsneiti að fara Langanes og hringinn.

Við fjölskyldan ætluðum að fara tjaldferð, enda höfum við ekki húsbíl né tjaldvagn. Mér finnst það fáránlegt að fimmtug hafi ég ekki efni á því sem foreldrar mínir gerðu með mér 1966.

En nú er svo komið að þegar ég hef borgað sumarnámskeiðinn fyrir börninn og hjól fyrir dóttir mína að það er bara ekki mikill afgangur fyrir fjölskyldu fríið. Bíllinn okkar er 15 ára Patrol og við reynum að fara með börninn 4 sinnum á ári út úr bænum. (2 vetrarferðir). Þessar ferðir okkar eru fjölskildu sportið og það sem skapar minningar fyrir börninn til að taka með sér inn í framtíðina. Við erum ekki í golfi né fótbolta. Við hjólum og förum á fjöll. Við höfum skorið niður alstaðar. Buðum eingum í mat á Jólunum. Minkuðu og fækkuðu jólagöfum. Ég eiði að meðaltali um 90.000 í mat, á ári (jól, skólamáltíðir og pizzur meðtalið).

Við erum þegar búin að hætta við aðra sumarferðina og nú held ég að hinn verði 3 dagar og mjög stutt farið. Ég er búin að fletta upp á netinu gömlum kirkju-jörðum og öðrum stöðum þar sem maður getur tjaldað frítt.

Vissir þú að það kostaði í fyrra 1000 kr. fyrir mig að fara frá Hafnarfyrði til Reykjavíkur. Svo ég reyndi að fara ekki oftar en einu sinni í viku, í dag ætti það að vera heldur dýrara. Jú ég kann á strætó og nota hann líka. 

Fyrir suma er þetta bara væl, enda er fleiri en einn raunveruleiki á Íslandi. 

En þetta sem hér fer á undan segi ég ekki við vinkonur, út á við er allt glimrandi gott. Íslendingum leiðist nefnilega væl. 

 

 

 


mbl.is „Alvarlegar afleiðingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband