Matar reykningurinn minn er 90 þús,verður hann

Kæra ríkistjórn ég vona að ykkur berist þetta bréf.

Ég held mjög gott bókhald um matarkaup mín bæði í gegnum heimabanka og svo skrifa ég í bók ódýrar uppskriftir og reglulega verða af innkaupastrimli. Ég versla síðan í samræmi við hvað hlutirnir kosta, Magn/Nýting. Kaupi ekki kjöt sem búið er að dríja með kartöflum því ég geri það heima sjálf. 

Ef ég tek saman allt árið líka Pizzur, Jól, skólamáltíðir, afmæli og matarboð (enginn verið síðustu 8 mánuði). Þá gerir það um 90 þúsund deilt á árið, á mánuði. 

Ef að mánaðar maturinn á eftir að hækka um 10 þúsund vegna verðbólgu og önnur 20 þúsund  vegna skatta hækkana þá fer han í 120 þúsund á mánuði.

Þá hef ég eftir talda valkosti:

Ég og maðurinn minn getum borðað minna. En það hverfur 1/4 af diskinum okkar allra. Svo að eitthvað fleira verður að gerast.

Við getum verið oftar með pasta í ostasósu, núðlur og hrísgrjón(meiri erlendur gjaldeyrir).

Slept að kaupa annað grænmeti en kartöblur og gúrkur(færri atvinnutækifæri innanlands).

Við getum keypt sjaldnar fisk þar sem hann er orðin lúxusvara. Í stað þess að vera með hann einu sinni í viku að hafa hann einu sinni í mánuði(við verðum ekki eins heilsuhraust og foreldrar okkar).

Hætt að kaupa brauð í bakaríi og baka allt sjálf. (minni skattur frá bakaranum í kassa ríkisjóðs)

Hætt að grilla því gasið kostar pening. (Já það er hægt að grilla súbukjöt).

Ég get hætt að fara inn til Reykjavíkur (enda er eldsneitið orðið það dýrt að ég fer bara einu sinni í viku). 

Ég tek því ekki ylla ef eitthver getur hjálpað mér, og bent mér á þá hluti sem ég get hætt að gera. Eða gert.

Ég veit líka að við erum öll Nimbelistar.(yes but not in my backgarden)

Við erum sammála um að það þarf að skera niður en bara ekki í bakgarðinum mínum.  Eða í þessu tilfelli ekki á diskinum mínum. :-)

Brosum svo, því við höfum alla vegna sumar og sólina. 

Svo biðst ég velvirðingar á stafsetningunni. 

Virðingarfyllst 

M

 

 


mbl.is Matarskattur til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann

Þetta er einmitt málið, hvernig getur eitt kíló af ýsu kostað 1600-1700 kall.Eða eitt kíló af laxi 3000 krónur.Við erum á eyju með sjó allt í kring.

Hermann, 22.6.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þetta er allt rétt hjá þér Matthildur en því miður er stefna ríkisstjórnarinnar sú að almenningur afli ríkissjóði tekna frekar en aukið atvinnulíf. Þetta er öfugt miðað við allt velsæmi í vestrænu þjóðfélagi, matur er tildæmis fáranlega dýr á Íslandi, olían er svo dýr að fólk er að draga úr notkun bifreiða o.s.f.v. En svona er þetta bara, Íslendingar kusu þetta yfir sig og verða að býta í það súra epli. 

Tryggvi Þórarinsson, 22.6.2011 kl. 14:28

3 identicon

Hvað ef að reynist sönn sú litla saga

að á lyginni lífið fram mætti draga

Þá fyrst af skattpínu yrðum við sár

og Hel-Grænir menn lifðu þrjú þúsund ár.

Mest af lands-lýð mjög þykir það miður

Að Hel-Grænir í WC oss sturtuðu niður

Loforð og efndir nú allsstaðar lít

er í Samspilltu haughúsi drukkna í skít.

Heyrið þið í okkur ráðherrar seinir

af skattpínu andann vart draga nú neinir

Mættum við kannski þann kostinn hljóta

í “vísindaskyni” ráðherra skjóta.

Ég sé nú minn stakkinn í sniði þröngu

að draga ég skuli lífið áfram á öngu

Séð hefi ég það lengst fyrir löngu

þið þekkir ei muninn á réttu og röngu.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 15:39

4 identicon

matthildur og óskar flott ég mæli með vísindunum.

gisli (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 17:19

5 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Kíló af ýsu kostaði 1947 þegar móðir mín byrjaði að búa, eina krónu eða sama og tímakaup verkamanns.

Hvað er tímakaupið hjá ungafólkinu sem vinnur í Bónus og Dominos? Getur eitthver sagt mér það?

Ef verðlag hefur ekki breist þá ætti það að vera minst 1600-1700 kr. annars hefur raun kaup lækkað.

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.6.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband