13.9.2011 | 20:41
Barn dó á Öldugötu
Hafnfyrðingar hafa ekki gleimt barninnu sem dó í umferðaslysi á Öldugötu.
Það var klassískt dæmi um að setja ekki upp hraðahindranir fyrr en eftirá.
Nú berjast íbúar við suðurenda Strandgötu fyrir að minka hraðan og fá gangstéttir við götuna. Bílastæði og hjólreiðastígur væri einning vel þeginn. Hraðahindrun hefur alfarið verið hafnað, svo líða árinn núna er 21 ár síðan málið var skráð í bækur bæjarstjórnar sem óviðunnandi.
Fólk hefur verið fært í burtu í sjúkrabíl eftir aftanákeirslur. Bílar enda inni í húsagörðum (mínum) og við fáum ekki svo mikið sem gangstétt.
Ég keirði framhjá þegar þetta gerðist í dag við lækinn. Það er meira en óþægileg reynsla þegar börn eiga í hlut. Hjartað stöðvast. Dóttir mín steig í ógáti í veg fyrr bíl fyrir mánuði síðan, bílstjórinn náði að bremsa.
Ég þorði ekki að láta strákinn minn fá hjól fyrr en hann var orðin 8 ára vegna hættunnar þar sem við búum. Fjögurþúsund manna byggð var sett við enda götunar án þess að hugsa, hugsa um hvert umferðinn færi í bæinn, í alla þjónustuna. Án þess að rannsaka og áætla hvert fólk sækir þjónustunna sem býr í hverfinnu.
Mengun kappastur og hávaði nótt sem dag, það er ekkert samanburði við óttan.
Það býr einginn úr bæjarstjórn við okkar götu, því miður.
Hafið svo góðan dag og pössum börninn okkar.
Barn varð fyrir bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.