Taka hljóð-kútinn af.

Mikil umferð stórra mótorhjóla er við húsið mitt. Þetta eru aðalega hjól sem fara frá Keflavík í kaffi hér í Hafnarfyrði, en ég bý syðst á Strandgötu. Ég gerði óformlega könnun í sumar þegar einn hópurinn fór framhjá. Meirihluti hjólanna var búinn að fjarlægja hljóðkútinn - gagngert til að við myndum nú taka eftir því þegar þeir ættu leið um.

Auðvitað verð ég að kenna mæðrum þeirra um þetta. Sko..... þær hafa ekki veitt þessum ungu mönnum (þeir eru að vísu flestir milli 50 og 60 nú) þá athyggli sem þeir þurftu þegar þeir voru litlir strákar. Því eru þeir neiddir til þess restinna af lífinu að reina að vekja athyggli á sér með því t.d. að taka hjóðkútinn af svo fólk sjái þá. Þeir setja svo kútinn aftur á fyrir skoðun á hjólunum. Versta er að börninn mín hrökkva upp með martröð þegar þeir fara svo aftur heim eftir kaffi sopan.

Því skora ég á mæður að sinna stákunum sínum, annars eru krúttinn í vanda næstu 50 árinn.

Ps. öllu gríni slept, maðurinn minn er við að fara á límingunum út af þessu. Því hljóðbyljurnar skella á húsinu. Og við neiðumst til að setja hraðahyndrun með eða á leifis bæjaryfirvalda ef þessu fer ekki að linna.


mbl.is Fjögur bifhjól af fimm í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband