Ríkið á bæði Þröm og Eldjárnstaði sem átti stæðstan hluta uppréttanna.

Þröm sem fór í eiði og var síðan seld Eldjárnsstöðum var keypt af ríkinu undir Blönduvirkjun. Þeim fylgdu miklar upplendur. Þannig þurfa skotveiðimenn að komast að hvað er ríkiseign og hvað er í blandaðri eign ríkis og sveitarfélags. Því ekki geta bændur stjórnað því sem búið er að selja eða hvað? Það er ekki bæði hægt að selja kökuna og étahana?

Annars má rjúpnastofninn fá frið og ég veit að afi minn seinasti ábúandi á Þröm væri sammála því. Enda gaf hann rjúpunum stundum með hænunum, skotglöðum nágranna oft til mikillar mæðu.

Hafið svo ánæjuleg og friðsæla helgi.


mbl.is Mótmæla sölu veiðileyfa í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eftir því sem ég veit best eignaðist Svínavatnshreppur Þröm sem er fremsta jörð í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu.

Svínavatnshreppur hafði svo makaskipti við eigendur Eldjárnstaða á svokallaðri Eldjárnsstaðaflá sem nú er undir inntakslóni Blönduvirkjunar og var væntanlega bætt sveitarfélaginu í samningi um Blönduvirkjun.

Þröm tilheyrir því nú Eldjárnstöðum og eru merki hennar og Auðkúluheiðar við Landsendahvamm þar sem Blöndugil endar að norðanverðu.

Afréttargirðing liggur þaðan NV fyrir sunnan Þramarhaug og svo norður ásana á.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband