Spara fyrir hátíðina. Smá saga.

Maðurinn henar  Ansinu.Alí var rétt búin að vera giftur henni Ansínu í rúmt ár og aftur var kominn Ramadan.  Ansína var ekkja eins og hann og kom úr efnaðri fjölskildu, en þar sem hún var gift aftur var hún ekki lengur á ábyrgð fyrra tengdafólks.  Hún átti einn son og hann átti 7 dætur en þau voru öll gift og flutt að heiman. Hann átti líka 5 systur og 4 bræður, svo stórfjölskyldan var stór. Hann var glaður með hana en hún hafði ekki verið eins glöð með nýju tengdar-dóttirinna og því fegin að gefast honum. Alí var bara Prestur (imam) í litlu þorpi og ekki með sterkan fjárhag.  Fyrsta Ramadan hátíðin þeirra saman hafði verið þeim skelfilega dýr. Hann kveið fyrir þessari, því að fjölskyldan var stór og svo voru það gjafir fyrir börnin einnig  var hefð fyrir að bjóða fátækum líka. Og hans elskulega góðhjartaða Ansína var vön að veita vel og ekki vildi hann, að hún sægi eftir að hafa gifst honum. Alí átti leið í næsta þorp þar sem mjög gamall og klókur prestur bjó. Og ákvað að nota tækifærið og leita liðsinnis hjá honum með þennan vanda. Kæri vitri vinur minn, Ansína mín eyðir 150 þúsundum í Ramadan og gjafir þegar mín gamla Fatíma eyddi bara 50, en Ansína er mér svo góð að ég vil ekki vera erfiður við hana. Hefur þú minn vitri vinur ráð fyrir mig. Gamli presturinn brosti og hallaði sér fram á dívaninum.  Láttu hana fá 100 þúsund og segðu henni að þar sem þú elskir hana svo mikið, þá viljir þú að hún kaupi sér hálsmen fyrir afganginn, þegar allar gjafirnar og ölmusan er greidd.  Alí gekk glaður heim og rétti Ansínu 100 þúsund með þessum orðum.  Og þegar mánuðurinn var liðinn birtist Ansína hans með gullfallegt demanta hálsmen og breitt bros á vör og  ást í augum.  Hann var að vísu var við að það mættu mjög fáir, en hann var svo glaður með sína konu, að hann var þess varla var. En hann tók eftir að dætur hans komu ekki  í heimsókn í nokkra mánuði, þó kom sonur hennar ein með litla ömmustrákinn. Næsta ár ákvað hann að endurtaka leikinn, enda mjög glaður með fyrri útkomu. En þá hafði ástinn aðeins lægt og hann tók eftir að það kom enginn nema sonur hennar í heimsókn og enginn þurfalingur lét sjá sig.  Og að nágrannar og vinir voru togaðir fyrir götuna af konum sínum ef þau voru úti að versla, um leið og þau sáu til þeirra. Daginn eftir ramadan kom Ansína heim með það stærsta armband sem hann hafði séð.   Hann horfði forviða á armbandið og spurði sína hvernig hún færi að því að hafa svona mikinn afgang.  Það var ekki flókið ég eyddi bara 10 þúsund í mat handa okkur og hér er afgangurinn svaraði Ansína um leið og lét klingja í armbandinu á hendi sér og ljósið tvístraðist á demöntunum. Í fyrra tók það mig allan mánuðinn að verða móðguð út í  fólk og komst í raun ekki yfir alla, en núna get ég gert það á Facebook á klukkutíma. Við getum sparað gjafa kaup, mat og ölmusu og sé að ég verð orðinn ríkasta konan í þorpinu eftir 5 ár. Svo senda allir okkur voða stórar gjafir til að sættast aftur og eru alveg ótrúlega nærgætnir í orðavali það sem eftir er af árinu.  Af gæsku minni fyrirgef ég þeim allar móðganir í minn garð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband