14.12.2011 | 09:47
Tölur um atvinnuleysi að lækka, margir dottnir af skrá.
Ég leifi mér að efast mikið um að atvinnuleysi sé að lækka. Það eru bara mjög margir Arkitektar, tækniteiknarar og smiðir sem eru búnir með réttin til bóta.
Þar með detta þeir út af skrá og eru ekki lengur taldir með í tölum um atvinnulausa.
Ég var sleginn vitlaust inn í tölvuna hjá VMS og fyrir rúmu ári var mér hent af bótum án nokkurs fyrir vara. Ég átti að fá að fá að fara á námskeið, en um leið skrúfaðist fyrir allt því ég var einfaldlega ekki lengur atvinnulaus. Þessi innsláttarvilla lagaðist ekki fyrr en 4 mánuðum síðar.
Svo ég leyfi mér að spyrja lesendur hvað þeir myndu gera ef næstu mánaðamót þeir fengju ekki útborgað og einann fyrir vara? Ég vona að þið takið ykkur nokkrar mínútur í dag til að hugsa um það. Þú verður einfaldlega ekki lengur til í kerfinu og færð ekki einu sinni frítt kort á bókasafnið.
Allir sem ég vann með (og ekki fóru í nám, eða úr landi) eru atvinnulausir í dag. Þau eru öll búinn að klára bótarétt sinn núna næstu mánaðamót. Ég fékk fæðingarorlof og því hef ég 6 mánuði til viðbótar.
Ég fer ekki á bæinn það er bara ekki í boði og ég get heldur ekki farið erlendis, annars væri ég farinn.
Það sem pirrar mig meira en nokkuð annað er að stöður hjá ríkinu eru ekki auglýstar og að styrkir sem sum okkar eru að sækja um til að stofna fyrirtæki og skapa vinnu eru teknir af fyrir tækjum eins og Íslenskum Aðalverktökum og læknum í fullri vinnu. Og ef þú ætlar að fá lán í banka er það illmögulegt því þú ert búinn að vera með of lág laun í of langan tíma.
Kennarastöðu fæ ég ekki því þær eru ekki auglýstar og það eru 111 kennarar á atvinnuleysis skrá. Ég fæ ekki bókarastöðu því ný útskrifaðir viðskiptafræðingar sem kunna á nýjustu forritin taka þær. Og í hönnunar geiranum er EKKERT að gerast sem getur búið til pening.(við hönnuðir erum í hobby vinnu og svo heirum við ansi oft "þar sem þú ert ekki að vinna getur þú ekki hjálpað mér með ....."
Þegar talað er um sérstök úrræði, kæmi okkur best að færa allar mannaráðningar til óháðsaðila innan Ríkis og bæja, þá hefði maður möguleika. En það verður aldrei leift, menn sleppa ekki vadi sem þeir hafa.
523 án atvinnu í þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.