Hvar eru tölurnar um atvinnulausa sem ekki eru lengur að fá bætur.

Það er stór hópur sem hefur klárað bæturnar sínar núna síðustu mánuði.
En hvað er það stór hópur? Er kanski enginn sem fyrgist með því?

Fólk sem hafði ekki náð að vera hjá síðast vinnuveitenda meira en tvö ár, áður en þeim var sagt upp og lenda í því að missa bætur sínar fyrr. Því að allir mánuðir sem þeir hafa verið atvinnulausir áður legst saman við.
Einn Tækniteiknari sem ég þekki er svona ... 1 mánuður 1995 og tveir mánuðir 2000 svo 2 mánuðir 2007. Samtals 5 mánuðir sem dragast frá. Sagt upp í september 2008 þá er uppsagnar-fresrinn 3 mánuðir. Það gerir Desember 2008 til júní loka 2011 á atvinnuleysis bótum.
Eftir það er júlí ágúst september október nóvember desember. Þar sem hún fær ekki svo mikð sem strætómiða til að geta sótt um vinnu. Nú er hún upp á manninn sinn algjörlega komin. Það hefur verið erfitt fyrir sjálfstæða konu.

Ég þekki mann sem fyrst misti vinnunna svo húsið þá fór konana og nú fékk hann krabbamein. Og ég bara veit ekki hverning hann fer að því að brosa samt alltaf þegar ég hitti hann. Sumir eru bara betur af guði gerðir. Það er þannig að maður sér innri mann þegar ábjátar bæði hverjir eru vinir og líka hverjir eru sterkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband