Stíliserað en ekki hannað.

Þetta er flott stíliserað, en hönnun hefur ekki átt sér stað. Í fyrsta skrefi hönnunar er gerð þarfagreining og síðan farið yfir hverning þörfunum er mætt og svo framvegis.

Einföldustu þörfum er ekki mætt, eins og að stutt sé í aðföng eins og ísskáp frá vinnu plássi.

Að hanna felur í sér að þróga og hafa þarfir í huga. Í dag virðast þeir sem nota mest þetta orð, ekki gera sér grein fyrir notkunn á vinnuferlum standi að baki því. (Ef fólk notar ekki hönnunarferli þá er ekki um fagmann að ræða.)
Það er kannski ekki skrítið að almenningur viti ekki mismuninn, margir þeir sem halda úti sjónvarpsþáttum og slíku eru sjálfsmenntaðir. Ef þeir væru iðnaðarmenn fengju þeir ekki að tittla sig húsasmið eftir að hafa lesið nokkrar bækur.

Ég er ekki að segja að ómentaðir geti ekki gert fallega hluti, bara að það vantar uppá þekkinguna. Þú finnur ekki margar bækur um vinnuferli í hönnun. Það eru heldur ekki margar bækur um vinnuskipulag húsasmiða, þetta er kennt í grunnnáminu.


mbl.is Eitursvalt eldhús í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband