Flottir fætur og þú mannst ekki lengur hvert þú varst að fara.

Þegar ég var 15 átti ég leið um Skotland. Og þó margt hafi gleimst úr þeirri ferð mun ég aldrei gleima skátahópnum sem ég mætti á götu. Spengilegir karlmannlegir fætur. Og augunum var rennt upp eftir þar til maður náði augnsambandi.

Svo man ég þá tíð þegar það var gaman að horfa á fótbotla. Maður sá eitthvað fleira en hólkvíðar hnébuxur. Sem sagt almennilegar stuttbuxur og bakhluti.

Ég var á gangi á götu eitt sinn þegar spengilegur maður gekk út úr ævingahúsnæði. Ég rankaði við mér þegar ég var kominn mörgum húsleindum of langt. Ég endaði auðvitað í hláturskasti en eftir það hef ég ekki vanmetið fallega fætur og stuttar buxur/pils á mönnum. 

Karlmenn hafa fullan rétt á að tjalda sínu besta okkur konum til ánæju. 


mbl.is Pils verði klæði beggja kynja jafnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Á ljósmyndinni sem fylgir fréttinni sést að karlmaðurinn á miðri myndinni hefur nýtt tækifærið vel til að leyfa sokkunum að njóta sín sem best. Hann hefur togað þá eins og hann framast gat upp á miðja leggi, nákvæmlega eins og margir menn gera þegar þeir eru í stuttubuxum. Veit nú ekki um fegurðargildið ef annar hver karl fer að skarta pilsi og hvítum íþróttasokkum með röndum.

Sólbjörg, 11.10.2012 kl. 17:36

2 identicon

Mjög gott mál.En það er eitt sem þið konur mættuð læra af skotunum.Það er að leggja af þann ósið að vera að þvælast í einhverju öðru undir pilsinu.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband