Ofbeldisseggir eru í raun óþroskaðir einstaklingar.

Ofbeldisseggir eru bæði konur og menn. Einstaklingar sem hafa ekki náð fullum þroska vegna þess að þau hafa ekki unnið í sjálfum sér. Auðveldasta leiðinn til að þekkja þessa einstaklinga er að þau eru alltaf að hugsa um að hefna sín. Á manninum sem svínaði á honum eða að hans mati talaði niður til hanns eða bara hvað sem er...

Það er mikil vinna að láta barn læra að bera virðingu fyrir öðrum og sérstaklega ef ekki er hvati til þess frá þeim sjálfum. Ég get bara byrjað að ímynda mér hvað það er þá erfitt að eiga við fullorðin einstakling. Ég tel líka að genetísk siðblinda (fæðingargalli) geti spilað inn í hjá sumum af þessum einstaklingum og þá er líklega lítið hægt að gera.

Þegar barn hefur búið við ofbeldi hefur það enga mælistiku á hvað er rétt hegðun og allt er leifilegt til að fá sitt í gegn. Og mín reynsla er sú að þó það hafi verið 5 ár með hlíju og rétt uppeldi, skýn hitt lengi, lengi í gegn. 

Í dag (orðin ansi gömul) lít ég á  Ofbeldis fólk hvort sem það er í umferðinn, heima eða á vinnustað sem stór börn sem ekki hafa lært viðeigandi hegðun og í sumum tilfellum meira en bara þroskaheft, einstaklingar geta verið fatlaða á tilfinningarsviðinu (siðblindingja (suma bankamenn sem dæmi)). Sá hæfileiki að hafa samúð með öðrum og skara ekki bara eld að eiginn köku er einfaldlega ekki á allra færi. Og það er meiri árangur að útskýra litadýrð alheimsins fyrir blindum, en sumum hvers vegna þú átt að hugsa líka um aðra. 

En ég er ekki fræðingur bara orðin gömul. Og því tel ég að við mæður sérum þær sem geti mótað og breitt heiminum mikið til hins betra, en við berum samt ekki ábyrgði á því að eiga fötluð börn, við getum bara gert þau "betri".

Fordómar gagnvart öðruvísi fólki er glögt dæmi um mjög lélegt sjálfsmat. Og er það mjög greinilegt hjá börnum. Og þar sér maður oft barn reyna að stunda einelti í formi niðurlæingar á öðrum til að reina að fá stjórn á umhverfinu og upphefja sjálfan sig. Og við foreldrarnir þurfum þá að vera spegilin sem sýnir hvað þessi hegðun hefur neikvæða afleiðingar fyrir það. 

Svo veit ég ekki hvort þessar línur skila nokkru.  En ég óska ykkur góðs dags og betri viku. 


mbl.is Hvers vegna beita karlar ofbeldi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband