Þekkti eina sem hafði ekki notað skó í 6 ár.

Mary var skiptinemi með mér á Ítalíu en uppalin í Washington. Hún var sannur grænfriðungur og ættleiddi hvali. Þar sem hún var á móti því að leður væri notað þá gekk hún um skó láus til að vekja athyggli á þessu óréttlæti. 

 Það skipti ekki máli þó að það snjóaði, ekki fór hún í skó. 

Hún hafði það harðast sigg á fótum sem ég hef séð. Örugglega 3 mm. Og ef hún sló í það með nöglinn heirðist svipað hljóð og þegar þú bankar í harða borðplötu með nöglinni.  

Það yndislegast af öllu er að hún fór að "deita"skósmiðinn í þorpinu sem hún bjó í. Þann dag sem það fréttist var mikið hlegið.

Það er hægt að segja margar góðar sögur af Mary en hún er með litríkustu og skemtilegustu manneskum sem ég hef hitt.  


mbl.is Verður berfættur í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband