Bílstjórinn okkar drap næstum tvær fjölskildur bara við að aka inn í Mumbai.

Ég hef sjálf búið bæði á Ítalíu og Spáni og ekið á báðum stöðum. Rakið mig í gegnum umferðina í Madrid Mílano og París, en aldrei hef ég séð annað eins hálvita gang og í Mumbai á Indlandi.  Tailand hefur margar bíla en samt er mikil tillitsemi. Ítalir keira hratt en þeir líta í kringum sig.  Við leigðum bíl og bílstjóra og fórum í ökuferð út í sveit. Og við að aka inn í og úr bænum var bílstjórinn nærri búin að drepa 7 maneskjur. Ég var í fyrsta sinn á ævinni bílhrædd. Stefnuljós voru ekki notuð en verst var að hann kippti í stríðið án fyrirvara til að vippa bílnum hálfa eða heila leið á næstu akrein. Svo var hann oft bara í miðjunni óháð akreinum.  Morðtilraunirnar stundaði hann aðalega með því að skoða ekki baun hver var við hliðina á sér og aka eða ætti ég að segja hrinda mótorhjóunum frá sér.    

Að lokinni ferinni sagði ég við sölumanninn á túrnum að bílsjórinn hafi örugglega séð til þess að margir kæmust til himnaríkis. Sem dæmi hafi ég verið trúlaus þar til ég steig upp í bil hjá þessum manni. En alla leiðinn inn í bæinn hafi ég verið að biðja Guð um hjálp með þvílíkum hita. Svo núna sé ég alveg viss um að fá inngöngu í himnaríki þegar þar að kemur. (Sölumaðurinn var múslimi ) Og skildi því grínið.  En umferðinn þarna er ekki grín. 


mbl.is Hálf íslenska þjóðin þurrkuð út árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband