14.1.2009 | 10:24
Brúð-kaup. Langamma var gefin.
Menn kvænast og konur gefast. Og haldin eru brúðkaup. Uprunaleg merking orðana yfir brúðkaup og giftingar á íslensku segir okkur líka margt.
Við erum ekki eins langt í burtu (í tíma)frá þessum ósiðum og við viljum oft halda fram. Mamma fósturömmu minnar fékk litlu um það ráðið hverjum hún var gefin. Hún var átján ára og foreldrarnir dánir og bróðir hennar sem erfði jörðina vildi ekki hafa hana lengur, svo hann einfaldlega fann handa henni mann og gaf hana frá sér. Gifti hana manni sem hún vildi í raun ekki. Amma sagði mömmu að mamma sín hefði aldrei verið sátt við ráðahagin. Það eru ekki nema um 120 ár síðan. (líklega 1888) Ísland var óttalegt krumma skuð á hjara veraldar. Og ekki hóti betri en Indland og Mexico í dag.
Hversu mikið sem fólk gagnrýnir kvennréttindakonur þá er það þeim og mentun að þakka hvar við erum í dag. Þjóðfélagið samþykkir ekki lengur svona hegðun í garð barna.
Föður amma mín var nærri dáin úr næringar skort 1910, þá 12 ára þar sem hún fékk ekki nægilega og góðan mat að borða. Hún var orðin rúmlígjandi þegar eldribróðir henar kom og bjargaði heni frá þessu fólki sem hún hafði verið sett niður hjá. Hann og vinur hanns þá 16 og 17 ára strákar báru hana yfir heiði og til Ísafjarðar og komu henni fyrir hjá góðu fólki. Börn eru því miður auðveld bráð fyrir vanheilt fólk.
Þegar ég var orið það gömul að ég fékk að heyra fjölskildu sögurnar, varð ég mjög glöð að hafa fæðst á þessu tíma en ekki fyrr. Nú halda eflaust eitthverjir að ég sé fjör gömul. Ég er fædd 1960 (48) og mamma 1922 og loks ömmur mínar 1880-98.
Seldi fjórtán ára dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það er mikilvægt að átta sig á því hvað það er stutt síðan við skriðum út úr hellunum. Það er svo auðvelt að líta yfir fréttirnar og telja sér trú um að allt sé að fara til fjandans, en í reyndinni er það öfugt, þrátt fyrir kreppuna, HIV/AIDS og Íraksstríðið. Við höfum aldrei nokkurn tíma haft það betra en við höfum það nú.
Persónulega vil ég setja lög sem leyfa fólki að slá fólk yfir þrítugu utanundir sem segir "unga kynslóðin í dag..." eða eitthvað þvíumlíkt. Unga kynslóðin var aldrei neinu skárri, börn eru börn, unglingar eru unglingar með öllum þeim tilheyrandi barna- og fávitaskap sem ætlast má til af óhörðnuðu, ungu fólki. Það var aldrei sú tíð að börn og unglingar væru einhverju skárri. Sérstaklega þykir mér gaman að benda á Egil Skallagrímsson sem myrti bekkjarfélaga sinn hvað, 6 ára gamall? Og svo kvartar fólk undan ungu kynslóðinni *í dag*.
Allavega, við höfum aldrei haft það betra sem samfélag og mikið af því góða sem hefur gerst síðustu 100-200 ár verður ekki tekið af okkur með kreppunni.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:41
Matthildur; Ég tek undir með þér að þökk sé kvenréttindakonum hve jöfnuður kynja er orðinn mikill og barnavernd sterk. Hinsvegar bið ég þig að rugla ekki saman kvenréttindakonum og "Femínistum" og/eða "Rauðsokkum". "Femínistar" og "Rauðsokkar" af báðum kynjum eru að koma illu orði á konur og niðurlægja orðstýr þeirra. Til dæmis voru það Rauðsokkar sem fundu uppá nafnorðunum "eldhúsmellur" og "BHM" (BaraHúsMóðir).
Helgi Hrafn; Ef ég skil rétt, þá eru fyrstu rituðu heimildir um fordóma fullorðinna á ungu fólki, frá Sókratesi hinum gríska heimspekingi sem talaði um "heimur versnandi fer" varðandi ungt fólk.
Mér datt þetta si svona í hug.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.1.2009 kl. 11:26
Sigurbjörn: Gaman að þessu með Sókrates, og í samræmi við það sem ég hefði búist við. :)
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:16
Það merkilega er að í heiðni voru karlar og konur jafn mikils metin. Þau komu bæði með eignir í búið. Kona gat skilið við karlinn og tekið sínar eigur með sér. Kirkjar eyðilagði það kerfi og varð hún sýnu verri eftir siðaskipti.
Villi Asgeirsson, 14.1.2009 kl. 13:29
Sæll Björn bóndi.
Ég nota orðið kvennréttindi en ekki kvennréttinda konur, því þeir sem ýta áfram bæta og breyta eru ekki alltaf konur. Oggggg ég hef séð nefnd eingöngu skipaða konum ekki þora að gefa konum jafnan rétt og menn. (undanþágunefnd um glasafrjógvanir)
Femínistar Rauðsokkur má maður ekki dæma of hart. Því oft eru þetta einstaklingar sem hafa hlotið slæmt skibbrot í lífinu. Upplifa kanski sem barn hluti sem enginn ætti að upplifa.Og Það er ekki létt að vera annarsfloks. Hvort sem það ver vegna aldurs uppruna eða kins.
En orð Sókratesar um ungafólkið hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Líka grein í morgunblaðinu skrifuð um 1918 þar sem líst er unglingafilliríi í Borgarfyrðinum. Ábökkum hvítár þar þurfti að draga upp unglingana úr ánni, með hjálp bændanna í sveitinni. Sú er alveg æði.
Matthildur Jóhannsdóttir, 16.1.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.