20.2.2009 | 11:50
Gera þeir þetta fyrir mann hér?
Það er einn tiltekin sjúkdómur í minni ætt sem ég hefði mikinn áhuga á að vita hvort ég fæ.
Því væri mér hugleikið að vita hvort hægt er að fá þessa þjónustu hér?
Veit það eitthver?
Kær kveðja.
DeCode má selja erfðapróf í Kaliforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, og þetta er mjög flott útfært hjá þeim.
Þú bara pantar á www.decodeme.com
Steingrímur Árnason (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:22
Sæl.
Nú þekki ég þig ekki neitt en þekki aðeins til hjá deCODE.
Þú getur séð hvaða sjúkdóma þeir skanna fyrir hér:
https://www.decodeme.com/conditions-covered
Það eru að sjálfsögðu ekki allir sjúkdómar ættgengir og eins er ekki endilega búið að finna erfðafræðilegu orsök allra ættgengra sjúkdóma þannig að athugaðu hvort hann er á listanum hér að ofan.
Svo er hægt að kaupa ýmiskonar próf hjá þeim, allt frá heildarskanni (sem athugar alla ofangreinda sjúkdóma og þú færð áskrift að öllum sjúkdómum sem þeir greina í framtíðinni, allavega á meðan fyrirtækið lifir) sem kostar $985 og svo er hægt að kaupa afmörkuð próf líka sem t.d. skanna bara hjarta- og lungnasjúkdóma, krabbamein og eitthvað slíkt og eru þá eflaust eitthvað ódýrari.
Því miður er þetta s.s. rándýrt, sérstaklega núna í kreppunni þar sem þau rukka fyrir þetta í dollurum en ég reyndar sé að þú getur fengið 25% afslátt af þessu Complete Scan ef þú segir nokkrum vinum frá.
Stefán Freyr Stefánsson, 20.2.2009 kl. 16:49
Þú færð ekki að vita hvort þú færð einn eða neinn sjúkdóm. Þú færð hins vegar að vita líkurnar á að þú þróir með þér tiltekna sjúkdóma.
Aristóteles (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.