Upp við flugstöð eru bílarnir eftirlitslausir og enginn ber ábyrgð á þeim.

Myndavélar á planinnu við flugstöðina eru ekki til að verja bílana heldur til að passa upp á að allir borgi. Ef að ég ætti dýran bíl myndi ég ekki taka áhættu á að dýr dekk og annar búnaður sé hreinsaður af bílnum og að borga fyrir það auk þess að láta ekki líta eftir bílnum.

Það er margur maðurinn sem hefur fengið óþægilega heimkomu þegar búið er að keira á bílinn eða skemma hann á annan hátt. 

Því er besti valkosturinn að taka rútuna upp á völl.

Ef ég hefði ekki aðgang að bílastæði á höfuðborgarsvæðinu. (kæmi t.d. frá Hveragerði) Myndi ég án efa leitast við að leggja bílnum, þar sem sæmileg umferð fólks er og þar með vöktun.  


mbl.is Eigandi bifreiðar skaust til Alicante
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg get nánast alveg lofað þér því að ef þú leggur bara einhvurstaðar þar sem er traffík hérna á suðurnesjunum og ekki í stæði þar sem er ætlast til að fólk leggji í einhvern tíma þá fær bíllinn þinn ekki að vera í friði! Ég hef séð það gerast MJÖG oft...

Suðurnesjamaður... (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband