Amma hafði fyrst blæðingar 18 ára mamma 14 ára og ég 12 ára.

Þetta er nú ekki ýkja flókið.  Frjósemi eða hversu snemma þú verður frjósamur er tengt næringu og barna-þrældómi.  Ef skilirði eru erfið og næring léleg þá sér náttúran um að þú verðir seinna frjósamur og hafir tíma til að stækka. (Amma var 150 á hæð, Mamma 160, og ég 167).

Amma sem var ljósmóðir átti ekki orð yfir hvað móðir mín fór snemma á blæðingar. Að hún væri ekki nema 14 ára. Enda var ekki mikið um unglinga vanda í þá daga. Ekki eins mikið hormóna flæði.  Ég hef engar tölur um drengi en ég giska á að þar hafi verið svipaðir hlutir að gerast á sviðuðum tímum. 

Ef flett er upp í þjóðskrá og flett upp aldri mæðra eftir ártölum, þá kemur í ljós að 45 börn hafa fæðst hjá mæðrum 50 ára og eldri, mest í byrjun síðustu aldar. Ég tel að þar sé stæðsti þátturinn reikingar kvenna. Á næstu tíu árum ætti að koma í ljós hvort það er svo með reikingarnar eða hvort byrjunar aldur blæðinga ræður. Því fleiri konur sem aldrei hafa reikt fara að koma aftur, og þá sérst hversu lengi þær eru frjógsamar.

En inni í það getur spilað að konur eftir 40 nota mikið fóstureiðingar ef þær eiga börni fyrir.

Við má bæta að við vinkonurnar sem eru nánastar og jafngamlar þá fóru þær fyrst úr barneign sem reyktu og var mismunurinn allt að 9 ár. Ég tók blóðprufu núna í sept orðin 48 ára og er þá stuðull eggjana að skríða yfir 10. svo líklega hætta blæðingar alerlega eftir 3-4 ár.

Stess og álag verður til þess að mikð magn af Corteson fer út í blóðið, en það dregur úr frjósemi. Það er án efa viðbrögð náttúrunar svo börn séu ekki að fæðast á erfiðum tímum.  Ég legg til að fólk prófi að fara í frí með gönguferðum ef barneignir eru planaðar.   Og svo verður 16 ára helmingi líklegri til að verða ófrísk en 26 ára. Svo það eru ekki svo það var kannski ekki fjarri lagi þegar mömmur sögðu við dætur í gamladaga að þær yrðu ófrískar í fyrsta skiptið sem þær svæfu hjá.


mbl.is Kynþroska sjö ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hef heyrt ad ef ad fólk setji matinn sinn inn í örbylgjuofn á plast disk thá losi thad um efnasambönd sem örfa kvennhormónana.

Ég man ekki alveg hvernig thetta virkar en ef ad thad er satt thá gœti thad verid ein af ástœdunum ad stúlkur verdi kynthroska yngri en ádur.

Sporðdrekinn, 27.4.2009 kl. 18:46

2 identicon

skilirði- skilyrði

stæðsti- stærsti

reikingar-reykingar

sérst-sést

frjógsamar-frjósamar

inni í- inn í

fóstureiðingar-fóstureyðingar

 Svo fátt eitt sé nefnt, mæli líka með að lesa bloggið yfir áður en þú sendir það frá þér.  Hluti af þessu bloggi er nánast óskiljanlegt (t.d. "Svo það eru ekki svo það var kannski ekki fjarri lagi þegar mömmur sögðu við dætur í gamladaga").  Vildi bara benda þér á þetta.

Unnur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:23

3 identicon

Og stafsetningarverðlaunin 2009 fær "dataratara" Unnur :)

Japanir átti í sama vandamáli fyrir 10 árum síðan, þá voru börn að verða kynþroska á þessum 7-8 ára aldri. Þeir tengdu það við mikla vítamín notkun, foreldrunum var svo umhugað um heilbrigði barnanna að þau dældu í þau alskonar heilsuvörum sem eru ekki ætlaðar börnum.

Addi (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mér finnst reyndar mjög eðlilegt að fólk reyni að stafsetja rétt. Skrifblinda er algengt vandamál en nú á tölvuöld eru ágæt stafsetningarleiðréttingarforrit til staðar sem auðvelt er að nota vefjist manni fingur um takka.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.4.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Annars er ferlið sem Matthildur er að lýsa algengt á vesturlöndum að minnsta kosti og skýringarnar sennilegar að hluta til að minnsta kosti. Líf okkar í dag er afskaplega óeðlilegt miðað við líf fólks fyrr á tímum, önnur efni eru algeng í umhverfi okkar og því ekki nema von að líkamstakturinn geti ruglast eitthvað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.4.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Unnur, dónaskapur!

Sporðdrekinn, 28.4.2009 kl. 12:47

7 identicon

Gaman að lesa þetta með að amma þín hafi verið 150cm...og þú 167cm. Hef einmitt pælt í þessu þar sem amma mín var sirka 175 og mamma 171 og ég sjálf er 166... og var ég þar af leiðandi með kenningu um að íslenskar konur væru að minnka ;)

Sigga (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:07

8 identicon

 Unnur,  gott að þú standir vörð um rétta stafsetningu, en innlegg þitt í unræðuna er fáránlegt.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:56

9 identicon

Hér í Danmörku hefur þetta verið rannsakað mikið, enda Danir meðal þeirra fremstu í heimi í efnafræði (sbr. Niels Bohr).

 Hér er okkur ófrísku konunum bannað að nota ilmvötn, andlitsmálningu, spreydósir, vera innan um málningu eða í nýmáluðum herbergjum.

 Efnin sem um ræðir líkja eftir kvenhormónum og of mikið af þeim á meðgöngunni valda því að drengirnir okkar verða ófrjóir og stúlkurnar okkar verða allt of snemma kynþroska.

hér er hlekkur á sjónvarpsþátt sem fjallar um þetta:

 http://www.dr.dk/DR1/Mission_Baby/Temaartikler/20090211155644.htm

þær vinkonur mínar heima, sem eru ófrískar líka, hafa því miður ekkert heyrt um svona ráð og því virðist sem þessi þekking hafi enn ekki náð til Íslands.

ófrísk í Danmörku (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:53

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hægan fólk, Unnur er bara að benda á sjálfsagðan hlut. Það er engin mannvonska falin í því að hvetja fólk til að gæta betur að málfari og stafsetningu! Mjög vanhugsað að halda því fram að það skipti ekki máli - Það skiptir talsverðu þegar kemur að því að láta taka sig alvarlega.

Fólki er bara gerður greiði með því að beina athygli þess kurteislega að þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 15:24

11 Smámynd: Einar Steinsson

Það sem skiptir máli er að fólk þori að tjá sig, ekki hvort hvert orð eða setning sé kórrétt. Þegar svona slettirekur eins og Unnur fara að skipta sér af er hættan sú að fólk þori ekki að koma frá sér því sem því liggur á hjarta og það er mun alvarlegra mál heldur en nokkrar stafsetningar eða mávillur.

Einar Steinsson, 30.4.2009 kl. 06:46

12 identicon

Umræðan um kynþroskan er áhugaverð. Það sem Unnur benti hins vegar á er eiginlega enn áhugaverðara þar sem alltof margir skrifa bara eitthvað og senda það svo frá sér án þess að lesa það yfir. Auðvitað skiptir það máli að vanda málfarið. Börn og unglingar lesa bloggin og ef það er ekki rétt stafsett þá læra börnin ekki rétta íslensku. Ef okkur er sama um málið þá er sjálfsagt að hunsa þetta.

Burkni (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:07

13 identicon

Íslenska er bara tungumál. Eina íslenska nóbelsskáldið hunsaði stafsetningarreglur og hafði sína eigin rithætti sem sýnir að við þurfum ekki að pæla of mikið í stafsetningunni. Ætlast sumir virkilega til þess að allir tali og skrifi fullkomna íslensku?

Reynum aðeins að slaka á og leyfum fólki sem hefur eitthvað að segja að tjá sig í friði.

B.t.w. mér fannst þetta skemmtileg lesning. Hún var líka fróðleg og gaman að sjá þróunina hjá kynslóðunum.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:11

14 identicon

En hún titlar sig kennara

Elín Gísladóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:56

15 identicon

Já ok. Kennarar ættu að skrifa rétt finnst mér. Blaðamenn líka.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:36

16 identicon

Íslenska er ekki bara tungumál, hún er tungumálið okkar og mér þykir vænt um móðurmál mitt.  Ég leiðrétti Matthildi ekki af illsku og mér finnst ég alls ekkert vera dónaleg fyrir að leiðrétta hana, frekar er ég að gera henni greiða.  Það er mikið skemmtilegra að lesa vel útfærðan og rétt skrifaðan texta og sýnir maður þá málefninu meiri áhuga heldur en þegar maður les í gegnum texta sem er morandi í villum. 

Ég ætlast heldur ekki til að allir tali fullkomna íslensku en mér finnst sjálfsagt að fólk leggi sig fram við að halda ritvenjum við og leiðrétti mistök sín.  Batnandi mönnum er best að lifa. 

Það er grátlegt að sjá hvað fólk ber litla virðingu fyrir íslenskri tungu og kunnátta manna á íslensku fer hrakandi með hverri kynslóð. 

Og Einar, mér finnst mikilvægt að fólk tjái sig og það á ekki að vera hrætt við að gera villur, en mér finnst hins vegar að fólk eigi að temja sér að læra af mistökum sínum þegar þeim er bent á þau.  Svo næst þegar Matthildur skrifar blogg veit hún t.d. að skilyrði hefur y  og reynir kannski frekar að vanda málfar sitt og fletta upp orðum sem hún er í vafa um.

Unnur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:09

17 identicon

Mikið er ég sammála Unni. Mér finnst þetta sérstaklega eiga við þegar fólk er að búa til hlekk af mbl.is inn á síðuna sína, því þá getur það búist við að nokkuð margir muni lesa hana.

Anna (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:19

18 Smámynd: Ólafur Þórðarson

MIðað við að tugþúsundir nýrra efnasambanda hafa verið sett í okkar nánasta umhverfi og enginn veit í raun hvað þau gera okkur, er eðlilegt að menn leyti útskýringa þar. Og ekki bara með kynþroskaaldurinn. Það er ekki eðlilegt að 7 ára börn verði kynþroska og ég trúi ekki að það hafi neitt með barnavinnu að gera, heldur að svo miklu er ýtt á börnin of snemma sem þau eru ekki tilbúin að meðhöndla. Eitthvað er að fara úrskeiðis.

Og það er nauðsynlegt að skrifa rétt ef ekki bara til að rugla ekki aðra í rýminu.  Kannski eru afturfarir í málfari líka tengdar þessum efnasamböndum (?)

Ólafur Þórðarson, 30.4.2009 kl. 23:05

19 Smámynd: Ísdrottningin

Þetta með hormónana er eitthvað sem virkilega þarf að skoða betur að mínu mati og því áhugaverð umræða en umræða er sjaldnast áhugaverð ef hún er torskilin og illa stafsettur texti er það oft.

Þegar við erum að svara athugasemdum er ekkert óeðlilegt að villur geti slæðst í texta þar sem við erum alla jafna að flýta okkur að svara en þegar við bloggum ættum við að hafa þann metnað að lesa textann yfir og fletta upp þeim orðum sem að við erum ekki með á hreinu hvernig á að skrifa og jafnvel leita til hjálparforrita ef þarf. 
Ef við höfum ekki þann metnað ættum við varla að vera að birta orð okkar fyrir alþjóð að lesa eða hvað? 
A.m.k. höfum við þá ekki efni á því að hnýta í þá sem vilja okkur vel og reyna að leiðrétta.

Sumir eiga við vanda að stríða, lesblindu, skrifblindu o.s.fr. en það þýðir ekki að þeir séu þá "stikkfríir" og þurfi ekki að vanda sig ef þeir eru að birta sína texta á opinberum vettvangi.

Íslenska er eitt af því fáa sem við eigum skuldlaust og ef við kunnum ekki að meta hana og notum hana af virðingu eigum við ekkert erindi í opinbera birtingu eins og bloggið hér er.

Takk Unnur og þið hin sem tókuð upp hanskann fyrir Unni, fyrir að leggja þitt af mörkum.  Ég er reyndar ósátt við orðalag fréttamanns í þessari frétt því að eðli málsins samkvæmt eru tvíburar tveir einstaklingar.  Tal um tvær tvíburasysturer því óþörf og ruglingsleg tvítekning sem hefði verið hlegið að í minni sveit, tvisvar tveir teljast jú enn fjórir.

Batnandi manni er best að lifa
Ísdrottningin

Ísdrottningin, 30.4.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband