Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það eru ekki bara lög í kóraninum sem misnuna konum, er ísland betra?

 Þá er orðin lögfestur rétturinn til að mismuna konum og körlum.  Dómurinn sem var mér felldur núna í 22júní er án röksemda og án fordæmis, en hann er fordæmisgefandi.

Í dómnum er auðvitað ekki vísað í nein önnur mál, sem fordæmisgefandi, enda ekki hægt, þar sem þetta er í fyrsta skiptið á þessari öld og síðustu sem það er gert.

Jæja æpið þið núna um að það sé ekki til mismunun á íslandi. Og verum öll hissa að við skulum ekki vera ofar á lista yfir jafnrétti.

Jafnrétti í dag er orðið tengt launamun, en peningar eru mér lítilsviði á þessari stundu í samanburði við það sem mér er neitað um.  Það er líka verið að Neita Rene sem ekki er orðin 35 ára um að verða faðir. Sökum aldurs.  ha. ha. ha.  Hvað skildi dómarin hafa verið gamall? Líklega um 60 ára, þannig að það er skiljanlegt að hann geti ekki hugsað sér börn og barnauppeldi.

Ég óskaði eftir að fá að fara í meðferð til að eignast barn. Og aftur var mér neitað. Ekki vegna þess að ég gæti það ekki. Heldur vill dómarinn að læknar hafi seinasta orðið.

Ég gat ekki annað en grátið í dómssalnum. Og það fyrir framan ókunnugt fólk. Ég er ekki vön að gráta að öðrum ásjáandi. Ég gat bara ekki kingt sorginni. Sorgini að ég mun aldrei eingast fjölskildu. Aldrei halda fermingu eða vera viðstödd útskrift barnsins míns. Alltaf vera gestur í jólum annara. Ekki eignast afkomendur, né verður nokkurtíman ættamót vegna mín. Aldrei leiða litla hönd í gegnum þroska og lífið.

Allt vegna þess að lögin leifa öðrum að taka ákvarðanir í mínu lífi.

 

Fordómar án röksemda er það sem er allt vont í heimi hér.  Mér leið ekki vel (forðum) þegar ég mætti Gömlum kennara mínum í dirunum á Glasafrjógvunardeildinni. Hann var eldri en ég. en samt var verið að neita mér um með ferð, vegna laga og aldurs, en hann var greinilega að fara í meðferð, það var dagurinn sem ég breitist í kvennréttinda konu.

Reglugerðum tæknifrjóvgun nr. 568/1997.   3. gr.

Það er fátt sem stoppar tækninna og framþróun nema þröngsýni fordómar og lög.  


Fyrsta bloggfærslaKjósandi (kona) leitar eftir verðandi þingmanni / flokki, til að kjósa.

Kjósandi  (kona) leitar eftir verðandi þingmanni / flokki, til að kjósa.

 Þarf að vera á móti mismunun vegna kynnþáttar, kynferðis og aldurs og vera einlægur stuðningsmaður mannréttindasáttmálans. Einnig þarf hann/hún að styðja jafnan rétt kvenna og karla.Leita að einstaklingi sem er á móti forræðishyggju.  Einstaklingi sem er tilbúinn að gera breytingartillögu á reglugerð sem nú mismuna konum, svo að hæfni okkar og hæfileikar sem einstaklingar eru ekki metnir hverju sinni, en kennitalan og gamlir fordómar eru ekki látnir ráða.  Ég er ekki að leita að Einstaklingi eða einstaklingum sem lítur á misrétti kynjanna sem perslónuleg vandamál þess sem fyrir því verður, eða segir ég stið þig en gerir svo ekki meir. Ástæða. Reglugerð sett um glasafrjóvganir leyfa mér ekki að eignast fjölskyldu þrátt fyrir ítrekaðar óskir um það. Karlmaður sem er 50 ára, of feitur og hjartveikur og sterill vegna aldurs og lífernis getur fengið gjafa sæði og farið með sér yngri konu í glasa meðferð,  en kona 4 árum yngri fær ekki það sama. Gjafaegg.  Hversu hraust og heilbrygð sem hún er.Nú eru Konur ekki metnir í þessu landi eins og karlar. Og hafa ekki sama rétt. Þurfa Íslenskar konur að fara til Indlands eða Rúmeníu eftir jafnrétti? Konur sem þurfa að fara í glasameðferð, eru eldri en 42 og vilja nota sínar eiginn kynfrumur (egg)hafa engan rétt á þjónustu hér á landi. En ef þær verða ófrískar hafa þær meiri rétt á að fara í fóstureyðingu. Ég sem einstaklingur á að hafa rétt yfir líkama mínum án forræðishyggju. Í manntali kemur fram að 42 börn hafi fæðst hjá mæðrum 50 ára og eldri. Þó ekkert nýlega og hafa reykingar og fóstureyðingar líklega eitthvað með það að gera. Reglugerðir eru notaðar til að þrengja lög að geðþótta og er það ólöglegt, reglugerðir geta ekki verið æðri lögum.  Breytum því endanlega. Því leita ég hér eftir ákveðnum fjölskylduhugsandi einstaklingi, sem þorir.  Til að gefa atkvæðið mitt.Hvað þarf að brjóta mörg lög á konum til að eitthvað sér gert? Dugar að það séu ein lög eða þarf tíu?Vinsamlega hafið samband ef þú (þorir, getur, villt).         Matthild@hotmail.com Ps. Ég varð þunguð nokkrum mánuði eftir að ég fékk neitun um glasa, en það var því miður utanlegs og ég  fæ ekki annað tækifæri . Við erum fleiri en ein kona, við eigum líka menn, þó við séum það fáar að pólitíst skiptum við líklega ekki máli.

Í Lögum um tæknifrjóvganir er eingöngu sagt að hlutaðeigandi þurfi að vera á eðlilegum aldri. Þar er ekki minnst á mismunun eftir kinnferði. En Reglugerðin um tæknifrjóvgungerir það, sem fer að skipta konum og karla í hópa og flokka eftir aldri og kynferði.

Lög um mannréttindasáttmála Evrópu 1994 nr. 62 19. maí

4. gr. [Bann við mismunun.]1) Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar s.

Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum.                                       1985 nr. 5 10. Október.    I. hluti.

1 gr. Í samningi þessum merkir „mismunun gagnvart konum“ hvers kyns aðgreiningu, útilokun eða takmörkun sem byggð er á kynferði sem hefur þau áhrif eða markmið að hindra eða koma í veg fyrir að konur, óháð hjúskaparstöðu, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum og grundvallarfrelsi á sviði stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála, borgaralegra mála eða á sérhverju öðru sviði.

 

Lög um réttindi sjúklinga.   1997 nr. 74 28. maí

1.    gr. Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.
Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. 

Reglugerðum tæknifrjóvgun nr. 568/1997.   3. gr.

c)  Báðir aðilar skulu að jafnaði vera fullra 25 ára þegar meðferð hefst. Kona skal að jafnaði ekki vera eldri en 42ja ára þegar meðferð hefst. Heimilt er að víkja frá greindu aldursskilyrði konu þegar um er að ræða notkun geymds fósturvísis, geymdrar eggfrumu eða gjafaeggfrumu. Kona skal þó aldrei vera eldri en 45 ára þegar settur er upp fósturvísir og eiginmaður eða sambýlismaður skal að jafnaði ekki vera eldri en 50 ára. Ef konur getum átt börn lengur t.d. vegan heilbrigðs lífernis eða erfða.  Hversvegna erum við ekki metin sem einstaklingar?  Karlmenn eru líka áhættuhópur með erfðagalla og aldur. En nútíma tækni veitir okkur í dag, innsýn í hvort barnið er heilbrigt. Konur eru nú þegar farnar að beita tækninni til að vera frjósamar lengur,  erlendis frysta konur í áhrifastöðum stundum egg sín eða hluta úr eggjastokkum. Það er fátt sem stoppar tækninna og framþróun nema þröngsýni og lög.  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband