Ekki fara í hjúkrunar nám.

Á meðan svona mikið framboð er á hjúkrunar fræðingum verða launinn lág sjáið bara flugumferðarstjóra og tannlækna. Þeir passa vel upp á framboð og eftirspurn.

Ég held að konur eigi að hugsa sig um minnst 4 sinnum áður en þær fara í hjúkrunar nám.
Og þá í fyrstalagi hafa þær innkomu eitthverstaðar annarstaðar frá og því peningar ekki aðal kvatinn fyrir vinnunni.
Í öðrulagai eru þær vel giftar og maðurinn þeirra getur séð fyrir þeim.
Í þriðjalagi eru þær mjög næjusamar og eiða ekki í neitt eins og kaupa sér íbúð eða föt.
Eða þær eiga von á arfi sem muni sjá þeim fyrir tekjum í framtíðinni.

Að fara í háskólanám og bera kostnaðinn að því og fá svo bara 80% vinnu á lélegum launum er bara masókistmi.... vona að það sé rétt stafsett.

Á spáni var það þannig einusinni að með flestum sjúklingum fyldi stóll /legubekkur sem var ætlaður fyrir ættinjana sem komu til að hugsa um sjúklinganna. Þá var líka eftir meiri peningur til að borga betur þeim hjúkrunarfræðingum sem eftir standa.
Svo hef ég aldrei skilið þann launa mun sem er milli Lækna og Hjúkrunarfólks. Þau öll bera ábyrgð eða gera þau það ekki....? Þetta eru bæði háskólamentun. Og ætti að bera sama fjölda ára í námi ekki síður en ábyrði sem hvort sem er hefur alldrei verið til staðar. Á Íslandi hef ég aldrei heirt um að maður hvort hann er hjúkrunarfræðingur edurskoðandi eða læknir hafi verið dreginn til ábyrgðar. Leiðréttið mig endilega ef þið munið eftir eitthverjum.


mbl.is Kulnun í starfi er að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞEssar "hótanir" og tuð þessarar stéttar er að ganga út í öfgar.  Benda má á margar stéttir sem ættu sklið betri kjör og deilir enginn um það, skortur á fé er ástæða þess að þetta er ekki hægt í augnablikinu en þeir sem starfa í þessum geira vita það vel fyrir nám hvað er greitt.  Ef Noregur er lausnin verður svo að vera, en þessi barátta er of langt gengin

Baldur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 15:28

2 identicon

Mikið er hræðilegt hjá þér Baldur að kalla kjarabaráttu mikilvægrar starfstéttar eins og hjúkrunarfræðinga "hótanir og tuð"

Heldur þú í alvöru að það sé bara hægt að segja að "Ef Noregur er lausnin þá verður svo að vera" ? Hvað ef það fara flestir hjúkrunarfræðingar út fyrir landsteinanna? Ef nýir hjúkrunarnemar ráða sig ekki inn eftir útskrift ? 

Finnst þér eðlilegt að eftir 4 ára háskólanám að einstaklingur sem er bókstaflega hlaupandi í vinnunni. Vinnur rosalega slítandi vinnu. Stendur með fólki sem er deynajdi og aðstandenum eftir andlát. Er með fólki sem er að greinast með krabbamein. Fárveikum börnum og ég veit ekki hvað og hvað, finnst þér eðlilegt að þessir starfmenn séu að fá 280 þús FYRIR skatt? Sem gerir það að verkum að útborguð laun eru um 200 þús krónur. 

Ef það er ekki til nægur peningur, þá á ekki að bjóðast til að hækka laun forstjóra um 450 þús kr. 

Ef það er ekki til nægur peningur, þá má afnema eitthvað af þessum dúllerís-verkefnum alþingismanna. Sem kosta margar margar milljónir. 

Ef það er ekki til nægur peningur. Þá þarf að endurskipuleggja peningana. Þannig að stofnun sem stendur vörð um líf og heilsu fólks sé í forgangi. Ekki menning og tónlist og að innleiða niðurgreiðslu á viðbótameðferðum. 

Takk fyrir. 

Steinunn (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 22:52

3 identicon

Ja hérna

Það er hægt að benda á fleiri stéttir sem mættu hiklaust fá betur borgað, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, smiðo og fl og fl.  Þessi stétt vissi kjör sín áður en hún réði sig til starfa, ekki mis-skilja ég ber virðingu fyrir þessum störfum, mikilvægið er óumdeilt.  Flestar hjúkrunarkonur eiga væntanlega eiginmenn sem draga vagn þeirra fjárhagslega en þær sem eiga enga að hafa auðvitað þann kost að skoða aðra möguleika.  Hver er sinnar gæfu smiður er máltæki sem vel á við.  Ítreka samt að reynsla mín af þessari stétt er góð, frábært fólk sem vinnur sína vinnu vel.  Það gengur samt ekki að vera með hótanir í kjarabaráttunni er mitt mat ,það skilar engu.  Steinunn, það fé sem er varið í menningu og listir nýtist okkur öllum svo ekki tala niður til þessa.

Baldur (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 12:23

4 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þó að við mótum okkar veruleika sjálf. Þá er óþarfi fyrir samfélagið að setja fólk í dilka, sem knýr það í að vera fátæklingar bara vegna þess að það er of góðviljað og velur vegna samúðar við aðra starf.

Félag flugumferðastjóra hefur með hótunum og tuði fengið ágætis laun. Þannig að Baldur minn það virkar. Þú þarft að koma með betri rök.

Tannlækna félagið hefur tekist að halda uppi góðum launum sinna félagsmanna með því að takmarka aðgengi að stéttinni. Svo það virkar.

Stelpur og strákar ekki læra til hjúkrunar þið græðið ekkert á því.

Matthildur Jóhannsdóttir, 6.12.2012 kl. 12:38

5 identicon

Samfélagið setur ekki í dilka, okkur er frjálst að vinna við það sem við kjósum. Þetta er ekki flókið.  Vinkona okkar hjóna sem við eyddium tíma með á Florída fyrr í vetur ásamt eiginmanni hennar starfar sem hjúkrunarkona og hefur mikið yndi af.  Hún svona sló á þetta og taldi margar kvarta um of.  Starfið er gefandi og ákaflega skemmtilegt en vissulega erfitt.  Hún þarf reyndar ekkert á þessum tekjum að halda þar sem maður hennar dregur vel í bú en ef hún væri ein á skútunni gerði hún eflaust eitthvað annað sem skilaði meiru í veskið.  Þetta er spurning um að velja og hafna.  Í augnablikinu er bara ekki hægt að hækka launin þó svo stéttin eigi það skilið, þarfara er að bæta tækjabúnað og aðstöðu lækna og hjúrunarfólks, um það er ekki deilt

Baldur (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband