Já það komu upplýsingar frá USA.

Hvers vegna vissu Bretar allt sem var að getast á íslandi fyrir bankahrun og nentu ekki að hlusta á bullið í Íslendingum ráðherrum sem komu með svo allt aðra sögu á fundin. Jú þeir voru með nákvæma stöðu mála (höfðu hlustað)

 Móðir mín flokkast nú seint undir njósnara. En hún vann sem uppvskari á veitingastað þar sem stjórnmálaflokkur hélt oft lokaða fundi á árunum ca 1966-70. Allt starfsfólk var sent úr salnum eftir að veitingar voru bornar framm. En þeir vissu ekki af lúgu sem var til að færa leirtau frá barnum í eldhús. Eftir að móðir mín var búinn með verkinn settist hún upp á borðið með kaffi bolla, opnaði lúguna út í sal og þar sem talað var oft hátt, þá hlustaði hún á þá rífast um hver fengi hvaða embætti, sposlur og ræða nýjustu stöðu mála. Móðir mín sagði að það hefði komið fram að þeir fengu upplýsingar frá "Stóra Bróður". Og þær voru mjög nákvæmar upplýsingar. En það sem hún heirði aðalega var hvernig ætti að bregðast við þeim.  

Svo endaði B. alltaf með því að segja: Svo munið þið að láta ekki helvítis komonistana komast að. Þið verðið að standa saman. Ekki gleima því. ( Ég set þetta hér til gamans svo að þeir sem voru þarna viti að ég segi satt frá)

Aldrei fór hún með upplýsingarnar neitt en hún hafði ekki mikið álit á sumum mönnum sem síðar fóru í guðatölu, mönnum sem létu bílstjórana sína filla skottið á ráðherrabílnum af Coniaki og öðru víni eftir opinberar ráðherraveislur.  

Hversvegna haldið þið að það megi ekki byrta samtöl úr seðlabankanum? Kanski kemur fram að einn í samtalinu var kominn með allt sitt til Frakklands.  

 Það er nú samt lítið í því samtali sem ekki eitthver á íslandi veit nú þegar. Aðstoðarmaður aðstoðarmans eða uppvaskari. 

Svo vona ég að þið hafið góðan og gagnlegan dag. Og munið: Fæst orð hafa..........  


mbl.is Voru íslenskir stjórnmálamenn hleraðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er auðvelt að trua

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband