8.5.2014 | 09:35
Arkitektar örugglega með lægstu máðaðarlauninn.
Þar sem atvinnuleysi er mjög falið hjá Arkitektum, tel ég að þeir séu sú stétt sem hafi lægst laun á landinu. Maður hittir þá og fer að spyrja frétta. Þá segja þeir sig ekki atvinnulausa, en spyrjir þú nánar þá kemst maður að því að þeir hafa bara teiknað 2 sumarbústaði eða tvo matsölustaði á árinum. Ég held að stoltið sé hægt og rólega að svelta þá í hel. Þeir eru of stoltir til að segja að það sé lítið að gera hjá þeim og of áhyggjufullir að þá verði litið á þá sem ekki nógu góða í sínu fagi. (að mínu áliti) Þeir eru búnir með atvinnuleysis bætur og margir vinna í Noregi frá nýfæddum börnum.
Ég hef verið að velta fyrir mér að félagið þeirra hljóti að vera eingöngu tilbúið í að skipuleggja fyrrilestra, en ekki ætlað sem stéttarfélag. Það heyrist allavegna aldrei orð frá þeim.
Svo vona ég að einginn stétt þurfi að lenda í þessu hremingum sem ég hef séð þá fara í gegnum. Ég mun alla vegna ekki kvetja nemendur mína í að fara í arkitektúr nema að þau séu þeim mun hæfari og ákafari og bið þá sem ég kvatti í þetta fag afsökunar. Nú sendi ég alla í Lögfræði.
Hafið svo yndislegan dag og en betri viku.
Iðnhönnuður.
Regluleg laun 436 þúsund krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki fallegt að senda fólk í lögfræði. Allt allt of mikil framleiðsla á lögfræðingum nú um stundir.
Hvumpinn, 8.5.2014 kl. 10:06
Miðað við hvað arkítektar hafa hirt af réttindum iðnaðarmanna í gegnum tíðina þá vorkenni ég þeim ekkert að þurfa að feta sömu slóð til Noregs til að hafa í sig og á. Þúsundir iðnaðarmanna hafa þurft að gera það síðan 2009.
Stebbi (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.