30.1.2009 | 10:08
Er hægt að segja sig úr ESB? ? ?
Hvað ef að sambúðin gengur ekki upp. Og börninn okkar vilja segja sig úr ESB, eru eitthverjar reglur um slíkt? Veit eitthver um það.
Saga mannkyns er full af sam-böndum sem hafa slitnað með stríði. Til dæmis stríðið milli norður og suðurs í Bandaríkjunum. Þar var ekki gert ráð fyrir skilnaði.
Allt hefur upphaf og allt hefur endir, hugleiða þarf í upphafi endirinn.
Ég vil fá "kaupmála" ef til skilnaðar kemur.
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt Lisabonsamningnum ,,sjórnarskrá ESB" sem væntanlega verður samþykktur á þessu ári verður það hægt. Þar er ákveðið ferli hverni ríki segja sig frá Sambandinu.
Gunnar Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:15
Sæl Matthildur.
Sá sem gefur eftir af frelsi sínu til þess að öðlast öryggi, hlotnast hvorugt en glatar að lokum hvoru tveggja !
Lifi frjálst og fullvalda Ísland !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:23
Það er hægt í orði kveðnu en getur orðið flókið. Jafnvel ógerlegt, að mati sumra evrópskra pólitíkusa, ef menn eru komnir alla leið inn í búrið og búnir að taka upp evruna.
Þetta er svona Hotel California dæmi: You can checkout any time you lika, but you can never leave!
Í kreppu eru allir kostir vondir, þó enginn verri en að láta lokka okkur inn í ESB.
Haraldur Hansson, 30.1.2009 kl. 10:47
Ekki gleyma því að ef við færum í ESB og segðum okkur úr því að líkurnar á því að við myndum missa viðskipti við öll ESB ríki fyrir vikið í "hefndarskyni", hvers vegna ættu þessi ríki að versla við okkur ef við viljum ekkert með þau hafa?
Allir eru að leyta að einhverri töfralausn, en bara því miður þá er hún ekki til, ESB er ekki töfralausn sem reddar okkar vandamálum, upptekning á Evru er ekki töfralausn sem reddar okkar vandamálum, þetta er langt og erfitt ferli sem er vel hægt án þess að taka upp evru eða fara í ESB, ég spyr nú bara hvað er búið að bjóða henni Ingibjörgu Sólrún fyrir það að koma Íslandi í ESB? hún virðist alveg hellbent á að koma Íslandi þangað, og ekki reyna að segja mér að hún sé með þjóðarhagsmuni í huga!
Halldór (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:21
Svarið er einfaldlega já, það er hægt að segja sig úr Evrópusambandinu.
Evrópusambandið er efnahagslegt ríkjasamband, ekki heimsveldi.
Allt tal um að við missum sjálfstæðið við þetta er hreinasti þvættingur. Sjálfstæði hlýtur að geta virkað meðfram viðskiptum við erlend ríki, en góð viðskipti eru jafnan frekar vanabindandi, rétt eins og góðir hlutir almennt. Þeir sem halda að ESB þýði minna sjálfstæði fyrir Ísland eru annaðhvort að misskilja hugtakið sjálfstæði, eða Evrópusambandið. Evrópusambandið er bara risastór viðskiptasamningur. Það er alveg eins þegar við bindum okkur við Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna til dæmis, núh eða Sameinuðu Þjóðirnar sjálfar. Þetta er bara risastór viðskiptasamningur, við verðum ennþá lýðveldi og mun lýðræðislegra en áður í þokkabót.
Enginn hefur reynt að ganga úr Evrópusambandinu ennþá vegna þess að það er einfaldlega ekkert sérstaklega góð hugmynd að gera það. Styrkur Evrópsambandsins felst í því hversu óhugnanlega stór markaður þetta er, og það er framkvæmt með sömu leikreglum. Það er enginn einræðisherra og reyndar engin varanleg valdablokk í Evrópusambandinu, þetta er þjóðasamstarf, ekki heimsveldi.
Þetta virðist einhvern veginn ekki alveg komast fyrir í höfðinu á sumum, sem kvarta undan því að þetta sé aðför að sjálfstæði okkar. Þetta eru engu meiri aðför að sjálfstæði okkar heldur en viðskiptasamningar almennt. Ef ég ræð mig í vinnu hjá fyrirtæki þá er ég samt sem áður frjáls maður, og gæti alveg rift samningnum ef ég vildi, það bara meikar ekkert sens og er ekki góð hugmynd.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:31
Þeir sem halda því fram að hægt sé að segja sig úr ESB í dag þekkja ekki vel til sambandsins því það er engin leið miða við núgildandi samninga. Það verður hins vegar búin til leið í lisabonsáttmálanum en þó telja flestir stjórnmála- og fræðimenn að í raun verði það ómögulegt.
Missum við sjálfstæði? JÁ. Að hald öðru fram er mikil vankunnáttu. Við inngöngu í ESB færist æðsta löggjafarvald í öllum málaflokkum frá Alþingi yfir til embættismanna í Brussel. Nú er ég ekki að segja að þeir séu verri í að setja lög en íslenskir alþingismenn en valdið færist engu að síður frá íslensku þjóðinni sem í dag getur valið sitt löggjafarþing til Brussel.
Því hefur verið haldið farm að Íslendingar hafi hvort sem er tekið upp megnið af löggjöf ESB en sannleikurinn er í reynd annar eins og sjá má hér http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html
Evrópudómstólinn í Lúxemborg túlkar Evrópulöggjöf og dómstólar aðildarríkja verða að fylgja þeirri túlkun og þar með má segja að sjálfstæði íslenskra dómstóla muni hverfa við inngöngu í ESB.
Ísland getur ekki gengið inn í ESB fyrr en eftir að Lissabonsáttmálinn hefur verið samþykktur eða sambærilegur sáttmáli því sáttmálinn sem nú er í gildi gerir einungis ráð fyrir 27 þjóðum. Lissabonsáttmálinn breytir öllu, ESB verður við upptöku hans að sambandsríki og Ísland fær þá 4 þingmenn af 800 á Evrópuþingið. Neitunarvald ríkja dettur að mestu út og aðkoma aðildaríkja að endurbótum á grunnsamningum verður einungis í gegnum Evrópuþingið.
Nú veit ég ekki hvernig Helgi Hrafn túlkar sjálfstæði en hvað kallar hann þjóð sem fer ekki með æsta löggjafarvald? æðsta dómsvald? eða hefur sjálfstæða utanríkisstefnu?
Við þetta má bæta að EES samningurinn veitir okkur aðgang að innrimarkaði ESB án þess að þurfa að framselja sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.