Hann kunni ekki að teikna. En hefur samt þurft að útskrifast.

Það er nú ekki nýtt undir sólinni að þeir sem ekki nenni neinu haldi að þeir getir sloppið ódírt með fínana titil út úr framhaldsskóla, bara með því að ská sig í Lista og hönnunar nám. Þá þagga þeir smá stund niður í Ömmu sem er alltaf að spyrja hvernig gangi í skólanum.

Þessi grei kunna oft ekki að halda á blíant, hafa fáar hugmyndir og myndu aldrei nenna að leggja of mikla vinnu í verk. Ég er hætt að líta á "innsetningar" Þær eru hroðvirkninslega gerðar, flestar og óhugsaðar, seinustu mínótu tilraunir til að geta útskrifast. En það versta er að Kennararnir aumkva sig yfir litlu greyin og útskrifa þá.  Mér finnst það því gara hið besta mál að það skuli vera hrist upp í þessum skóla, stjórnendum og tilgangi verksins.

Til gamans get ég nefnt að þegar eitthver titlar sjálfa sig listamann þá spyr ég oft að tvennu: Í hverju ertu að vinna og hvað var lokaverkið þitt. Þá veit ég annsi margt um kauða. Annað dæmi er þegar lokaverkefni Arkitekts en skriflegt en ekki verklegt. Hugmyndafræði.  Upps. ... Það koma ekki notagild hús frá svoleiðis fólki. Hef séð verks þannig arkitekts, (til að komast í tvö svefnherbergi þurfti að ganga í gegnum eldhús sem var frekar lítið).

Og það getur verið líka ansi kómískt að spyrja HÖNNUÐ hvaða afbrygði af hönnunarferlinu hann beytti við hönnun hlutarinns.  (Ha hönnunarferli, ég bara fékk hugmynd).

Ég hef stundum vorkennt þeim sem voru í skóla á Hippatímanum, þeir fengu oft, mjög litla kennslu, mig grunar að kennararnir hafi verið að reyna að sleppa ódírt frá vinnu sinni.(Smá Hass verið að trubla kennsluna) Sem dæmi hef ég þurft að kenna kennara Grunninn fjarvídd, (hlutur sem kendur var listamönnum á 17 öld og fyrr). En sá hafði farið í gegnum Listaháskóla á hippatímanum ánþess að læra það. 

En svo ég krídiseri smá í við bót enda komin í gír. Þá er farið að brenna á því við suma skóla (IH sem dæmi) að Skóla stjórn og deildastjórar ráði nýja kennara ekki vegna hæfni. Heldur eru þetta systir eða dóttir. Þegar helmingur nýráðinna kennar síðustu 10 árin eru tengd eitthverjum innan skólans eru þarfir nemendanna ekki hafðir í forgrunni.

Með besstu kveðju til þeirra sem þora geta og vilja.

Ps. lesblinda getur flækt stafsetningu.


mbl.is Skemmdi lestarvagn í þágu listarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vanta útskýringar á gjörningnum í þessa frétt. Manni dettur strax í hug að um pólitíska list sé að ræða en fyrir þann sem þekkir ekkert til í Svíþjóð liggur þetta allavega ekki í augum uppi.

Ekkert kemur fram í fréttinni sem bendir til þess að maðurinn nenni engu eða kunni ekki að teikna og mig grunar nú að það sé af fordómum fremur en þekkingu sem þú fullyrðir það. 

Ég efast um að það sé algengt að fólk innriti sig í listnám gagngert til að mæta þeirri kröfu fjölskyldunnar að fara í nám en auðvitað er það til í öllum deildum að fólk hangi þar án verulegs áhuga og vinni illa. Ég veit ekki hvort það er neitt algengara í listaháskólum en öðru námi, hef allavega hvergi séð neitt sem styður þá tilgátu. Ég lærði íslensku sjálf og þar voru t.d. þó nokkuð margir sem höfðu valið íslensku af því að þeir héldu að þá kæmust þeir hjá því að lesa erlend tungumál eða af því að þeir vissu ekki hvað þeir vildu og þurftu að byrja einhversstaðar. 

Ég treysti mér heldur ekki til að segja til um það hvort listakennarar gera minni kröfur til slakra nemenda en aðrir en veit þó mörg dæmi þess úr öðrum skólum. Mér fannst t.d. alltaf dálítið einkennilegt þegar ég var í íslenskunámi, að lesblindir fengju afslátt af stafsetningarkunnáttu. T.d. kemur lesblinda ekki í veg fyrir að fólk læri reglur um y/ý og engin sérstök ástæða til að sleppa fólki með slíkt. 

Gott hjá þér að vekja athygi á frændsemisráðningum. Spillingin er víst allsstaðar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:29

2 identicon

Hvað er annars "iðnhönnuður" ?

smeppi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:56

3 identicon

er teikningin aðalmálið í list ?

helga (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:08

4 identicon

"Ef nákvæmni í teikningu er mælikvarði á góðan listamann þá er Epson prentarinn minn einn besti listamaður i heimi"

Hrund (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:22

5 identicon

Þvílíkir ótrúlegir fordómar "frummælanda" um listamenn!

Skuggi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sæl Eva

Takk fyir gott bréf.

Að ég skuli gefa mér að pilturinn í svíþjóð sé einstaklingur sem leitist við að klára lokaverkefni á nokkrum nínútum með hjálp vinar. Er að fenginni reynslu bæði sem nemandi og kennari. Allir sem fara í gegnum skóla kannast við hina svo kölluðu farþega. (hópastarfi)

Þú verður að fyrirgefa mér pirringin en þannig er að ég hef kennt við listaskóla og farið í gegnum nokkra. Og kennó og fl. Það er nefnilega ótrúlega stór hópur sem búinn er búinn að flækjast milli margra margra skóla og ýmislegs annars sem síðan reynir listanám. Eða fer í hönnunn og heldur að hönnun sé að raða húsgögnum.  Þegar ég var i Istitudo Europeo di design, var brottfallið á fyrsta árinnu stórt. Sumir hættu því þeir reyktu of mikið aðrir því pabbi nenti ekki að borgan díran einkaskóla þegar daman mætti ekki. Það gat verð sérstaklega pirrandi að þurfa að skila inn hópaverkefni og samnemendur mættu ekki því það var fótboltaleikur. Hér á landi er ástandið ekki betra. Skólabróðir minn eitt sinn var kominn aðþví að falla á mætingu og fl. hann var orðinn pirraður á þessum kröfum skólans og mætti því með nokkra lítar af blóði og inniblum úr sláturhúsi og kallaði það list og tjáningu.  En á þeim tíma kallaði ég það sóun á tíma og því sem kennarinn hefði getað miðlað. Og hefur sú skoðun líðið breist með tímanum.

Í raun vantar þennan hóp þann eld og áhuga sem þarf til að verða listamenn og erindið í skólan er ekki listirnar sjálfar heldur þeim vantar stöðu í þjóðfélaginnu. Eitthvað til að kalla sig þegar þeir eru að "sosíalisera". Eitthvað til að segja ömmu þegar hún spyr hvað þú sért að gera.

Nú þetta með lesblinduna, þá get ég lesið og talað 5 tungumál og klúðrað nokkrum í viðbót. En það breytir því ekki að ég verð að reyna að hljóðrita hvert og eitt þeirra eftir bestu getu, og að ég sé ekki ef það vantar staf. Það sem þú treystir á lílega við ritun er sjónminni. En það er ekki til staðar nema í litlu mæli hjá mér þegar kemur að ritun.

Ég hef lengi óskað þess að maðurin sem datt í hug að hætta að hljóðrita Íslensku og taka upp danskar stafsetningar reglur ( Y ), bara vegna þess að hann hefur verið vanur þeim, (eftir of langa dvöl í Danmörku) hefði valið sér stærðfræði sem fag í skóla en ekki íslensku. Þá væri "Y" ekki að þvælast fyrir okkur báðum.  Nema auðvitað að hann hafi haft aukavinnu af prófarkalestir og vantað meira að gera, nú þá skil ég hann vel...

Ég á auðveldara með að skrifa Ítölsku af þeim málum sem ég þekki, enda tilbúið mál og hljóðritað að mestu. Elskan ef ég kynni kínversku þá myndi ég kanski ekki sleppa staf, en ég myndi öruglega sleppa striki í staðinn því vandinn er sjóninn og úrlestur heilans. Og hvað myndi koma út úr því...ha..ha..  mig hefur langað svolítið að prófa það.

Ég tel að það séu til lesblindir sem noti, það sem hækju og líka aðrir sem ekki nenni að læra og kalli sig því lesblindan. En svo eru aðrir sem gerðu hverja ævingu í skóla þrisvar, bara til að ná prófi, þeir halda áfram og láta ekki smá fötlun hefta sig.

Kæri Seppi

Iðnhönnun flokkast undir listgrein, en Hönnunarverkfræði ekki, en samt eru þetta náskild fög. Í gamla daga var fagið kallað útlisthönnun.  Svo er til Vöruhönnun en sú hönnun er meira markaðsteingd þegar Iðnhönnunn fer meira inn á framleiðsluferli og efni eins og plast o.s.f.   Annars eru öll myndræn list mjög skild.  Ég hef núna síðustu 3 árinn verið að stafra á arkitektastofu og hannað allt frá tannlæknastofum upp í hús. Grafísk hönnunn er líka skild öllu þessu og væri öllum bót að því að læra hana fyrst og fara síðan í Arkitektúr eða annað. Því alltaf er verið að vinna með form og rími. Hlutföll og liti. Listamenn hafa hannað hús og Arkitektar geta verið í listum líka.  Ég kalla mig ekki listamann þó að maðurinn minn vilji að ég leggi fyrir mig málun, það þarf að hafa 120% einbeitingu til að verða góð.

Kæra Helga

Ég dái mikið allan myndrænan miðil. En sem svari til helga þá þurfa allir sem ætla í myndrænt nám að geta dregið línu skamlaust.   Dæmi Þú ætlar að gera Stuttmynd, Eitt af fyrstu verkunum er að rissa upp drög að myndinni. Í svipuðu formi og teiknimyndirnar í blöðunum. (comics) Þannig gerir þú þér og myndatökufólkinu betur grein fyrir hvernig senurnar verða. (Thumbnails) 

Að geta teiknað er ekki aðalmálið en þú verður annsi verkfæra laus ef þú getur það ekki, ættir að hugleiða að gerast listasögukennari eða vinna hjá borgarverkfræðingi að yfirfara annara teikningar. Eða þú gætir fengið vinnu við að rífa kj. og vera með dálk í eithverju blaði um listir. 

Og svo erum við komin annsi langt frá því sem byrjað var að fjalla um. 

Ég get ekki annað en verið sammála manninum sem sagði.

"List? Þetta er nú farið að ganga ansi langt. Bandaríkjaher gæti talist listahópur með þessum rökum." Hann hefur góðan húmor.

Matthildur Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 20:13

7 identicon

Þetta er nú hressandi grín.

Það eru ekki ein rök fyrir máli í þessari grein.

Að fela heimsku sína og leti á bakvið lesblindu er aumkunarvert í mínum huga.

Jón Hjörtur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:04

8 identicon

markmiði hans hefur verið náð .... hann fékk mikla ummfjöllun í blöðunum og náði að vekja upp umræðuna enn og aftur hvað er list !!! 

hvað gerum við svo við gjörspilta pólitíkusana sem brjóta ekki rúður heldur nota skattpeninginn í bruðl !! 

helga (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:57

9 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Kæri Jón

Ýtti ég á eitthvern falin takka. Ekki vera svona hörundssár.

Þannig er að þeir sem ekki gera undirbúningsvinnuna fyrir hvaða lístaverk sem er (þar með talið teiknivinna) fá ekki eins gott verk. Það þarf nefnilega að þróa og hanna hlutinn.  Mig grunar að þú sért enþá í skóla, og því legg ég til að þú hlustir á kennaran þinn vel þegar hann fer í þetta. 

Ekki hafa síðan svona miklar áhyggjur af lesblindu, ég hef það ekki.  Nú með gáfnafar mitt. Að þá erum við skild.   Bið að heilsa mömmu.

Matthildur Jóhannsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:56

10 identicon

það er ótrúlegt...óóótrúlegt hvað þetta blogg þitt er hrokafullt og þröngsýnt.

óska þér góðs gengis í að víkka út sjóndeildarhringinn.

logi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:33

11 identicon

Bara forvitni, Geturðu nefnt nokkra samtíma-myndlistamenn sem þér líkar, svo auðveldara sé að átta sig á því hver þér vera finnst finnst munurinn á vondri og góðri list?

þórunn (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband