20.2.2009 | 10:24
Háterni apa og manna er mjög líkt.
Sem einlaægur aðdáandi díra lífs og annara atferlisþátta. Hef ég séð mjög sterka hegðurnarmunstur sem er sameiginlegt hjá mönnum og öpum. Þið sjáið oft í þessum þáttum apana grípa prik og grjót og annað sem þeir geta slegið utan í tré og safna sér saman í hópa og ráðast á næsta flokk.
Líka innan floksins til að reyna að verð Aðal apin, þetta á við um bæði kininn.
Þegar ég var lítil benti mamma mér á hversu freku árásagjörnu hænurnar í hænsnahúsinu okkar voru með flottar og margar fjaðrir en hinar veikari væru hálf sköllóttar. Hún kallaði það goggunar-röðina. Þú goggar ekki í hænurnar fyrir ofan þig bara þær sem eru þér lægrasettar. Svo að sú lægstsetta fær alla á móti sér. Ég hef líka orðið dálítið var við þetta hjá mönnum og líka hjá systkinum ef um lítin hóp er að ræða og elsti einstaklingurinn í hópnum var komin á 3-4 ár þegar það næsta fæddist. (goggunar-tíman)
Mér sýnist að þegar yfirstjórninn í hópnum er veik, þá fara litlu aparnir af stað og reyna að gera sig breiða og taka völdin. Annað dæmi til stuðnings þessari skoðun minni er hversu oft minni mannapar færa gjafir til og reyna að koma sér í mjúkin hjá stóru mannöpunum. Þessi hegðun sérst oft á vinnustöðum. T.d. þegar kemur að stórafmælum.
Þetta sem ég rita er eingöngu ætlað til gamans, og til að við gerum okkur grein fyrir að það þarf þarna vel gefin harðákveðin einstakling til að láta litlu ángana vita hver í raun ræður. Því litlu aparnir okkar skilja ekki önnur skilaboð.
Ef þú ert ekki sammála mér legg ég til að þú fylgist með leik stráka hóps á aldrinum 5-10. Og ég skal veðja við þig upp á góðan bjór að innan klukkutíma verða þeir komnir í "apaleik""víkingaleik" "sjóræningjaleik" "stríð"
Hafið svo ljúfa og góða helgi og skemtið ykkur vel við að skanna fólk.
Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.