Blindur maður eða ei. Kannski bara latur.

Kæri lesandi greinar minnar.

Þér verðið að fyrirgefa að ég hef ekki svarað fyrr blogginu sem fór á undan, en ég hef enga afsökun aðra en að ég gef mér sjaldan tíma til að Blogga. Ég varð nett undrandi þegar ég sá hversu mikill áhugi hafði beins að síðunni og ekki síst þegar ég sá alla þessa íslensku aðdáendur (mína) (húmor ekki gleima honum)

Ég er áhugamaneskja um gagnríni eða réttara sagt að rína til gagns enda hafa báðir aðilar gott af því.  Efalaust hefur þú heyrt um fólk sem ekki nær því að verða læst og er lesblindu þar kennt um.  Þér hafið líklega giskað á að ég hef þessa fötlun. Og hér með staðfesti ég að ég lærði að lesa 11 ára gömul. Þó og þrátt fyrir það, er ég reiprenndandi á spænsku ensku ítölsku og sæmileg í dönsku en ekkert af þessum túngumálum treisti ég mér til að skrifa skammlaust, nema þá helst Ítölsku þar eð hún er skrifuð eins og framburðurinn.   Fyrir þann tíma er ég lærði að lesa hitti ég margan manninn með þínar skoðanir á leti og annari óáran sem plagar ungdóminn og þessa þjóð. Ég er alveg viss um að þér getið kennt stafsetningu og eflaust gætuð þér líka kennt blindum manni að nota stafinn sinn betur. En þó að ýmsar fatlanir finnist sumu fólki ógeðfeldar, þá breitir það því ekki, að þeir sem hafa þær, eru kannski ekki tilbúnir til að fara í felur. Og því verðum við fólki áfram til hugarangurs.  Netið er annarskonar miðill en kennslubók, þar tjáir fólk sig af tilfinningu og allir eru velkomnir. Einelti er litinn hornauga og flestir nota miðilinn til tjáninga skiptast á skoðunum og til fræðslu.  Ég efa að undómurinn og það skínandi fallega unga fólk sem ég kenndi hönnun og listir hafi beðið mikin tifinnalegan skaða af því að hafa mig í návistsinni. Þó að ég treisti mér ekki í að leiðrétta það í stafsetningu. Ég kenndi Gagn-ríni í hönnun og þá var fyrsta reglan: Að gæta skal ........ í nærveru sálar og að gera sér grein fyrir tilgangin verksins. Ég er gamallt bríni eins og þú og því bítur lítið á mér, en ef þú hefðir verið að skrifa um unga sál með lítið hjarta hefður leikar getað farið öðruvísi. Ég hef lært slatta þó ekki hafi ég numið Íslenska tungu. Mikið lærði ég af kennurum nínum, meira þó af samnenendum, næst mest af nemendum, en mest af raunum. Enda er orðið reinsla dregið af því. Að vera opinn fyrir því að læra, hvaðan sem gott kemur hef ég reint að tileinka mér, því þakka ég ábendinguna um stafsetningarforritið. Og mun ég án efa fjárfesta í því þegar ég verð komin með vinnu og laun.   Annað er að ritun er jú háð reglum, en reglur eru settar af fólki og því endurspeiglar það það fólk sem setti þær. Hvaðan koma reglur um Y. Jú þetta voru (kreddu) menn sem voru svo vanir Danskri tungu að þeir gátu ekki vanið augu sín á annað og betra mál. Hreina óbjagaða Íslensku. Munum að skoðanir eru bara það skoðanir og eingar eins. Þetta gæti verið skoðun mín eins og Haldórs Laxness. Eða kanski ekki. Jú ég læt stundum lesa yfir ritað mál eftir mig, þá nota ég oft manninn minn til að lýta yfir Y. inn en hann er danskur og því ber hann fram Y. en það geri ég ekki. Og fljótur að finna hvar það á við. Ég er einlægur aðdáandi KISS aðferðarinnar. ( keep it simple stupid) Og það í mínum huga yfirfærist líka yfir á Íslensku.  Nú eftir lestur þessa texta ertu án efa haldin miklu hugarangri þar sem stafirnir voru kanski alltaf þar sem þú áttir að venjast. Það er kanski skondið en svona er nákvæmlega allur texti í augum lesblindra. Dálítið ruglingslegur og við getum sem erum lesblind bara lært að einbeita okkur að innihaldi textans. Því er það eina ráð sem ég get gefið þér af minni reynslu, og jú líka orð móðurminnar heitinnar að það sem við segjum um aðra er oftast besta lísinginn á okkur sjálfum, beint eða óbeint.  Ég legg til að við hljóðskrifum íslensku þar eð 10% þjóðarinnar ætti þar með auðveldara með RÉTT ritun.Hér með dirfist mér sú óhæfa að senda þetta óritskoðað og beinn úr beljunni á neti. Ástar kveðjur til allra sem þora að vera þeir sjálfir.  M

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugasemd mín var ekki skrifuð af illum ásetningi og var alls ekki meint sem einelti.  Ég hef fullan skilning á lesblindu þar sem bróðir minn er alvarlega lesblindur sjálfur.  Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að þykja vænt um tungumálið mitt og því að ég vilji halda því réttu en mér þykir það leitt að þú tókst þessu illa.  Ég er viss um að þú ert góður kennari og að fólk sem hefur lært hjá þér hefur ekki hlotið neinn skaða af því, enda er íslenskukunnátta ekki allt.   Aðgát skal höfð í nærveru sálar eru fögur og rétt orð eftir Einar Benediktsson og þar sem leiðréttingar mínar eru ekki velkomnar hér mun ég ekki tjá mig frekar um réttritun á þessari síðu.  Eigðu góða helgi Matthildur og ég óska þér alls hins besta í atvinnuleit á þessum erfiðu tímum.

Unnur (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband