25.5.2014 | 23:16
Fyrir hvað standa þeir? Sífeldar u-beyjur?
Fyrir kosningar hugsa margir kjósendur. Fyrir hverju standa flokkarnir. Jú allir segjast standa fyrir frelsi í fjármálum, líðræði, Jafnrétti. En gera það ekki allir, og svo hvað? Við erum ekki stödd í 1955, hafa þeir ekki kveikt á því.
Svo flestir kjósendur horfa til baka. Hvað sögðu þeir síðast og hvað hafa þeir tekið margar U- beyjur. Sumar beyjurnar hafa verið annsi dýrar. Eins og hótelið á Laugaveginum sem HB... borgaði 600millur fyrir og svo aðrar 400 í að gera við gamallt drast. Bara til að sumir kæmust í bæjarstjórn. Nema að HB hafði hannað hótelið að mestu sjálf og svo afneitaði hún eiginn sköpunarverki.
Í Hafnarfyrði lofuðu allir flokkar Íbúmum Strandgötu suður að gatan yrði lagfærð svo hún væri ekki hættuleg íbúum og börnum í hverfinu. En þegar framkvæmdir hófust síðasta vor kom greinar í blöðunum frá xD um að þeir hafði staðið á móti verkinu og tafið það í 10 ár og skamma núverandi bæjarstjóra fyrir að sólunda almannafé.
Undirrituð hefur leitað svara með beinni fyrirspurn, (enda var hún skráð í xD) en henni er ekki svarað. Svo niðurstaðan er sú að allir geta lofað, en án endanum verður maður að kjósa mannorð frambjóðendanna. U-beijuflokkar eru ekki fyrir mig.
Og þeir sem ekki gera nein mistök sem þeir þurfa að byðjast afsökunar á, eru kanski ekki mennirnir sem við viljum hafa. Því þeir hafa ekki lært.
Hver brendi grautinn, hverjir voru ekki að vakta pottin og hverjum treistum við til að hreinsa pottin eftir ballið. Það er á endanum spurninginn sem við öll þurfum að gera upp við okkur. Er það fólkið sem ekki svarar leiðilegum spurningum eins og hversvegna stóðstu á móti öryggi í umferðinni og óskum íbúanna.
En slysatíðninn hefur fallið við breytingarnar í götunni og tölurnar þar eru líf og limir. Ég hef bara séð einn áregstur eftir að götunni var breitt. Já það er þreinginn sem má laga en ég hef ekki keyrt yfir neinn hjólreiða mann þetta árið. Svo brosum og leggjum á minnið hverjir vinna og hverjir bara tala.
Hafið svo góðan og gleðiríkan dag.
Leitað verður skýringa og sökudólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.