23.5.2009 | 23:26
Ef þú byggir hús ólöglega niður í Laugardal.
Hversu andsk........ lengi heldur þú að það fengi að standa. (notandi húsa myndlíkinguna)
Þó að þú fengir þér flottan arkitekt og besta lögfræðing á landinu þá er landið sem það stendur á ekki þitt til umráða. Heldur almeningur. Þú værir í hæsta lagi á undanþágu. Mér finnst þetta hús hafa fengið að vera, vegna spillingar, of lengi afskipptalaust. Og svo á að mjatla þetta út á 20 árum. Þessir gaurar verða komnir allir á ellilaun áður en það klárast. og flestir sem lesa þennan pistil líka. Það var enginn sem neiddi útgerðarmenn til að fara að leigja og selja hvóta, þetta var þeirra eigin uppfinning. Þeirra eigin verðmyndun.
Eigandinn heldur áfram að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Biddu var þá stjórnvöldum óheimilt að búa til kvótakerfið og var þá ólöglegt fyrir útgerðamenn að fara eftir þeim reglum sem að stjórnvöld settu? Og hver á að ber skaðann af því að stjórnvöldum var óheimild að setja kvóta á auðlindir hafsins og að útgerðarmenn fóru í einu og öllu eftir þeim reglum sem að stjórnvöld settu, eiga útgerðarmenn og trillusjómenn í landinu að bera skaðann af því. Þetta er bara helvítis kjaftæði. Útgerðarmenn og sjómenn í landinu hafa ekkert gert annað en að vinna eftir þeim leikreglum sem að stjórnvöld settu og nú vilja svona rómantískir hugsjónasauðir eins og þið refsa þeim fyrir það.
Jóhann Pétur Pétursson, 23.5.2009 kl. 23:53
Almenningur í landinu hefur aldrei litið svo á að útgerðamenn ættu kvótann.
Þetta hefur alltaf snúist um orðaleiki stjórnmálamanna, ákveðins flokks, til að hægt væri að auka verðmæti fyrirtækja þeirra.
Nú vil almenningur fá það í lög sem hann hefur alltaf viljað.
Fransman (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 07:34
Ef ég kaupi ólöglega byggða húsið í góðri trú......á ég þá að sitja uppi með tjónið þegar húsið verður tekið af mér?? einhver þaðrf að borga húsnæðislánið (ég átti ekki alveg fyrir kofanum)
Ævar Austfjörð, 24.5.2009 kl. 20:26
Þú hefur tekið þig á!!
Kveðja frá "nasistanum"... lolZ
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.5.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.